Skagafjörður (sveitarfélag)
Skagafjörður er sveitarfélag á Norðvesturlandi sem þekur mest allt svæðið í kringum Skagafjörð.
Skagafjörður | |
---|---|
Hnit: 65°45′N 19°38′V / 65.750°N 19.633°V | |
Land | Ísland |
Kjördæmi | Norðvesturkjördæmi |
Þéttbýliskjarnar | |
Stjórnarfar | |
• Sveitarstjóri | Sigfús Ingi Sigfússon |
Flatarmál | |
• Samtals | 5.543 km2 |
• Sæti | 5. sæti |
Mannfjöldi (2024) | |
• Samtals | 4.276 |
• Sæti | 14. sæti |
• Þéttleiki | 0,77/km2 |
Póstnúmer | 550–570 |
Sveitarfélagsnúmer | 5716 |
Vefsíða | skagafjordur |
Sveitarfélagið varð til 6. júní 1998 við sameiningu 11 sveitarfélaga í Skagafirði: Skefilsstaðahrepps, Sauðárkrókskaupstaðar, Skarðshrepps, Staðarhrepps, Seyluhrepps, Lýtingsstaðahrepps, Rípurhrepps, Viðvíkurhrepps, Hólahrepps, Hofshrepps og Fljótahrepps. Höfðu íbúar þeirra samþykkt sameininguna í kosningum 15. nóvember árið áður. Akrahreppur var eina sveitarfélagið í firðinum sem ákvað að vera ekki með.
Innan vébanda hins nýja sveitarfélags búa nú um 4.000 manns, þar af 2600 á Sauðárkróki, sem er langstærsti bærinn. Auk þess er þéttbýli á Hofsósi, á Hólum í Hjaltadal og í Varmahlíð.
Íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps samþykktu sameiningu árið 2022, og fékk nýja sveitarfélagið nafnið Skagafjörður.
Sveitastjórn
breytaÍ sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar sitja 9 fulltrúar sem kjörnir eru hlutfallskosningu á fjögurra ára fresti. Síðast var kosið til sveitastjórnar í sveitarstjórnarkosningunum 14. maí 2022.
-
Djúpidalur
-
Hólar