Reyðarfjarðarhreppur
Reyðarfjarðarhreppur var hreppur við Reyðarfjörð á Austfjörðum. Heyrði hann undir Suður-Múlasýslu.
Í kjölfar fólksfjölgunar og þéttbýlismyndunar á Eskifirði og Búðareyri var ákveðið að skipta hreppnum í þrennt árið 1907. Varð þá Eskifjörður að sérstökum hreppi, Eskifjarðarhreppi, og ströndin utan hans að Helgustaðahreppi. Reyðarfjarðarhreppur náði eftir það aðeins yfir innri hluta Reyðarfjarðar, innan Eskifjarðar.
Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Reyðarfjarðarhreppur Eskifjarðarkaupstað og Neskaupstað undir nafninu Fjarðabyggð.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.