Mýrdalshreppur

Mýrdalshreppur
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Kjördæmi Suðurkjördæmi

Flatarmál
 – Samtals
29. sæti
749 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
39. sæti
758 (2021)
1,01/km²
Sveitarstjóri Þorbjörg Gísladóttir

Þéttbýliskjarnar Vík (íb. 541)
Sveitarfélagsnúmer 8508
Póstnúmer 870, 871
Vefsíða sveitarfélagsins
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Mýrdalshreppur er sveitarfélag sunnan Mýrdalsjökuls, vestast í Vestur-Skaftafellssýslu. Það varð til 1. janúar 1984 við sameiningu Dyrhólahrepps og Hvammshrepps.

Hreppurinn afmarkast af Jökulsá á Sólheimasandi og Sólheimajökli að vestan og Blautukvísl á Mýrdalssandi og Kötlujökli að austan. Aðalbyggðin er í Mýrdal, sem hreppurinn dregur nafn af, og er sveitin öll jafnframt kölluð Mýrdalur. Sveitin er víða mjög grasgefin og græn en þar eru jafnframt miklir sandar og stórbrotin náttúra, klettótt fjöll og hrikaleg gljúfur, og andstæður því miklar. Mýrdalsjökull með eldstöðinni Kötlu gnæfir yfir Mýrdal.

Þorpið Vík í Mýrdal stendur við sjó austan Reynisfjalls og er eina sjávarþorpið á Íslandi sem ekki hefur höfn. Aðalatvinnuvegur hreppsbúa er landbúnaður og á síðari árum einnig ferðaþjónusta. Mýrdalshreppur er syðsti hreppur landsins með syðstu veðurathugunarstöð landsins, að Vestmannaeyjum undanskildum, og er veðurathugunarstöðin á Reyni í Reynishverfi.

Sjá einnigBreyta

TenglarBreyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.