Breiðdalshreppur

Breiðdalshreppur
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Kjördæmi Norðausturkjördæmi
Sveitarstjóri

Þéttbýliskjarnar Breiðdalsvík
Sveitarfélagsnúmer 7613
Póstnúmer 760
Vefsíða sveitarfélagsins
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Breiðdalshreppur var sveitarfélag sem náði yfir Breiðdal, en hann er landmestur dala á Austfjörðum. Þéttbýli er í Breiðdalsvík. Sveitarfélagið náði áður til Stöðvarfjarðar en því var breytt árið 1905. Árið 2018 sameinaðist hreppurinn Fjarðabyggð [1]

NáttúraBreyta

Breiðdalur skiptist í tvo dali um fjallið Kleifarháls, í Norðurdal og Suðurdal þar sem þjóðvegur 1 liggur um þann síðarnefnda. Sveitin er grösug og nýtast heiðar og fjöll til beitar sauðfjár en sauðfjárrækt er einn af aðalatvinnuvegum hreppsins ásamt fiskvinnslu á Breiðdalsvík.

MenningBreyta

Breiðdalssetur er starfrækt í gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík. Þar er jarðfræðisetur til minningar um enska jarðfræðinginn George Patrick Leonard Walker, sem vann merkar rannsóknir á jarðfræði Austurlands og Austfjarða. Einnig minningarstofa um málfræðinginn Stefán Einarsson prófessor í Baltimore í Bandaríkjunum.

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Fjarðabyggð og Breiðdals­hrepp­ur sam­ein­ast Mbl.is, skoðað 27. maí 2018.