Breiðdalshreppur

Breiðdalshreppur
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Kjördæmi Norðausturkjördæmi

Flatarmál
 – Samtals
41. sæti
451,9 km²
Sveitarstjóri

Þéttbýliskjarnar Breiðdalsvík
Sveitarfélagsnúmer 7613
Póstnúmer 760
Vefsíða sveitarfélagsins
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Breiðdalshreppur var sveitarfélag sem náði yfir Breiðdal, en hann er landmestur dala á Austfjörðum. Þéttbýli er í Breiðdalsvík. Sveitarfélagið náði áður til Stöðvarfjarðar en því var breytt árið 1905. Árið 2018 sameinaðist hreppurinn Fjarðabyggð [1]

NáttúraBreyta

Breiðdalur skiptist í tvo dali um fjallið Kleifarháls, í Norðurdal og Suðurdal þar sem þjóðvegur 1 liggur um þann síðarnefnda. Sveitin er grösug og nýtast heiðar og fjöll til beitar sauðfjár en sauðfjárrækt er einn af aðalatvinnuvegum hreppsins ásamt fiskvinnslu á Breiðdalsvík.

MenningBreyta

Breiðdalssetur er starfrækt í gamla kaupfélagshúsinu á Breiðdalsvík. Þar er jarðfræðisetur til minningar um enska jarðfræðinginn George Patrick Leonard Walker, sem vann merkar rannsóknir á jarðfræði Austurlands og Austfjarða. Einnig minningarstofa um málfræðinginn Stefán Einarsson prófessor í Baltimore í Bandaríkjunum.

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Fjarðabyggð og Breiðdals­hrepp­ur sam­ein­ast Mbl.is, skoðað 27. maí 2018.