Langanesbyggð
Langanesbyggð | |
![]() | |
Kjördæmi | Norðausturkjördæmi
|
Flatarmál – Samtals |
25. sæti 1.340,1 km² |
Mannfjöldi – Samtals – Þéttleiki |
52. sæti 482 (2020) 0,36/km² |
Sveitarstjóri | Elías Pétursson
|
Þéttbýliskjarnar | Þórshöfn (íb. 388) Bakkafjörður (íb. 81) |
Sveitarfélagsnúmer | 6709 |
Póstnúmer | 680, 681, 685 |
Langanesbyggð er sveitarfélag á og við Langanes á norðausturhorni Íslands. Það varð til við sameiningu Þórshafnarhrepps og Skeggjastaðahrepps sem samþykkt var í atkvæðagreiðslu þann 8. apríl 2006 og tók gildi 10. júní í kjölfar sveitarstjórnakosninganna 2006. Þar er meðal annars að finna Finnafjörð en áætlanir um stórskipahöfn hafa verið orðaðar við þann fjörð.