Svarfaðardalshreppur
Svarfaðardalshreppur var hreppur í Eyjafjarðarsýslu, kenndur við Svarfaðardal vestan Eyjafjarðar. Hreppurinn hefur tekið ýmsum breytingum í aldanna rás. Upphaflega náði hann yfir Svarfaðardal frá Hámundastaðahálsi og út í Ólafsfjarðarmúla. Seinna bættist Árskógsströnd ásamt Þorvaldsdal og Hrísey við hreppinn. Í byrjun 20. aldar skiptist hann upp í Svarfaðardalshrepp, Dalvíkurhrepp og Árskógsstrandarhrepp.
Þorpið Dalvík var upphaflega innan hreppsins en var gert að sérstökum hreppi, Dalvíkurhreppi, í ársbyrjun 1946.
Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Svarfaðardalshreppur Dalvíkurkaupstað og Árskógshreppi undir nafninu Dalvíkurbyggð.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.