Andakílshreppur
Andakílshreppur var hreppur í Borgarfjarðarsýslu, kenndur við sveitina Andakíl í botni Borgarfjarðar.

Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Andakílshreppur Hálsahreppi, Reykholtsdalshreppi og Lundarreykjadalshreppi undir nafninu Borgarfjarðarsveit.
