Sveitarfélagið Hornafjörður

sveitarfélag á Austurlandi, Íslandi

Hornafjörður er sveitarfélag á Suðausturlandi. Sveitarfélagið varð til 6. júní 1998 við sameiningu allra sveitarfélaga Austur-Skaftafellssýslu: Hornafjarðarbæjar, Bæjarhrepps, Borgarhafnarhrepps og Hofshrepps.

Sveitarfélagið Hornafjörður
Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði
Jökulsárlón í Vatnajökulsþjóðgarði
Skjaldarmerki Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Staðsetning Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Staðsetning Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Hnit: 64°15′14″N 15°12′43″V / 64.254°N 15.212°V / 64.254; -15.212
LandÍsland
KjördæmiSuðurkjördæmi
Þéttbýliskjarnar
Stjórnarfar
 • BæjarstjóriSigurjón Andrésson
Flatarmál
 • Samtals6.309 km2
 • Sæti4. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals2.487
 • Sæti22. sæti
 • Þéttleiki0,39/km2
Póstnúmer
780
Sveitarfélagsnúmer8401
Vefsíðahornafjordur.is

Stjórnmál breyta

Í sveitarstjórn í Hornafirði árið 2002-2006 átti Sjálfstæðisflokkurinn 3 menn, Framsóknarflokkurinn 3 og Krían, samtök óháðra og félagshyggjufólks 1 mann. Í sveitarstjórnarkosningunum 2006 voru þrír flokkar í framboði, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin. Framsóknarflokkurinn fékk þrjá menn kjörna, en Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin tvo hvor flokkur. Framsóknarflokkur og Samfylking mynduðu meirihluta og varð Sjálfstæðisflokkurinn því í minnihluta í Hornafirði í fyrsta skipti í mörg ár.

Í sveitarstjórnarkosningunum 2010 voru fjórir flokkar í framboði, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Framsóknarflokkurinn fékk fjóra menn kjörna og eru því með hreinan meirihluta. Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn kjörna og Samfylkingin einn. Vinstri grænir náðu ekki inn manni. [1]

Bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar er frá 2018 Matthildur Ásmundardóttir[2]

 
Höfn

Þegar kjördæmaskipan vegna kosninga til Alþingis var breytt eftir kosningarnar 1999 var það álitamál hvort að sveitarfélagið Hornafjörður ætti fremur að fylgja Suðurkjördæmi eða Norðausturkjördæmi í hinni nýju skipan en sveitarfélagið hafði áður tilheyrt Austurlandskjördæmi í eldri kjördæmaskipan. Gerð var skoðanakönnun hjá íbúum sveitarfélagsins sem leiddi í ljós að 58% aðspurðra kusu fremur að fylgja Suðurkjördæmi.[3] Farið var að þeirri niðurstöðu.

Sveitarfélagið gekk í Samtök sunnlenskra sveitarfélaga 1. janúar 2009 og um leið úr landshlutasamtökum sveitarfélaga á Austurlandi.[4] Við endurskipulagningu embætta lögreglu og sýslumanna árið 2014 var sveitarfélagið einnig látið fylgja Suðurlandi fremur en Austurlandi.

Heimildir breyta

  1. „Að afloknum sveitarstjórnarkosningum 2010“.
  2. „Bæjarstjóri“. Hornafjörður. Sótt 22. mars 2021.
  3. Í suðurkjördæmi? (30. mars 2000). Austri
  4. Ársþing SASS 2009. sass.is

Tenglar breyta