Eyrarhreppur
Eyrarhreppur var hreppur sunnan megin Ísafjarðardjúps í Norður-Ísafjarðarsýslu, kenndur við Eyri í Skutulsfirði. Eldra nafn á hreppnum var Skutulsfjarðarhreppur.
1866 fékk verslunarstaðurinn Ísafjörður kaupstaðarréttindi og var skilinn frá sveitarhreppnum. 3. október 1971 sameinuðust sveitarfélögin aftur, þá undir nafni Ísafjarðarkaupstaðar.
Jarðir í Eyrarhreppi 1858:
- Búð
- Hnífsdalur neðri
- Hraun
- Hnífsdalur fremri
- Bakki
- Eyri við Skutulsfjörð
- Stakkanes, hjáleiga
- Seljaland
- Túnga
- Hafrafell
- Engidalur
- Fossar
- Kirkjuból
- Arnardalur fremri
- Arnardalur neðri
- Arnardalshús fremri
- Arnardalshús ytri
- Skutulsfjarðareyrar verzlunarstaðarlóð
Heimild
breyta Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.