Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi 2022

Sveitastjórnarkosningarnarnar á Íslandi 2022 voru haldnar þann 14. maí 2022. Kjörnar voru 64 sveitarstjórnir með samtals 470 sveitarstjórnarfulltrúum. Það var fækkun um átta sveitarstjórnir frá kosningunum 2018 þar sem fjögur sveitarfélög sameinuðust í Múlaþing á miðju kjörtímabilinu og í tíu sveitarfélögum til viðbótar höfðu verið samþykktar sameiningar sem skyldu taka gildi í kjölfar kosninganna. Á kjörskrá á landsvísu voru 276.593, þar af 30.262 erlendir ríkisborgarar en fjöldi þeirra á kjörskrá þrefaldaðist frá seinustu kosningum vegna rýmkaðra reglna um kosningarétt þeirra.

Í kosningunum féll meirihluti fjögurra flokka í borgarstjórn Reykjavíkur. Meirihlutar féllu einnig í Mosfellsbæ, Árborg og Ísafjarðarbæ en héldu í flestum öðrum stærstu sveitarfélögunum. Heilt yfir taldist Framsóknarflokkurinn sigurvegari kosninganna þar sem flokkurinn bætti verulega við sig fylgi og fulltrúum í sveitarstjórnir víða um land.

Framkvæmd kosninganna

breyta

Kosningarnar voru þær fyrstu sem fóru fram samkvæmt nýjum kosningalögum sem samþykkt voru 2021 sem samræmdu framkvæmd allra kosninga á Íslandi, en áður giltu sérstök lög um kosningar til sveitarstjórna. Á meðal breytinga sem gerðar voru á kosningalögunum var að hæfisskilyrði kjörstjórnarmanna voru hert þannig að kjörstjórnarmaður er nú vanhæfur ef frambjóðandi í kosningunum er maki kjörstjórnarmanns, sambúðarmaki, fyrrverandi sambúðarmaki eða skyldur eða mægður honum í beinan legg eða skyldur eða mægður honum að öðrum lið til hliðar eða tengdur honum með sama hætti vegna ættleiðingar. Vegna þessara hertu reglna var ljóst að margir kjörstjórnarmenn þurftu að víkja vegna skyldleika við frambjóðendur. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga taldi að erfitt geti orðið að manna allar kjörstjórnir vegna þessa.[1]

Önnur breyting sem fólst í nýju kosningalögunum var útvíkkaður kosningaréttur erlendra ríkisborgara í sveitarstjórnarkosningum. Áður höfðu ríkisborgarar Norðurlandanna kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum eftir þriggja ára búsetu á Íslandi en ríkisborgarar annarra landa öðluðust kosningarétt eftir fimm ára búsetu. Með nýju kosningalögunum var þessum tímamörkum breytt þannig að ríkisborgarar Norðurlandanna höfðu nú kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum um leið og þeir taka upp búsetu á Íslandi en ríkisborgarar annarra landa öðlast þann rétt eftir þriggja ára búsetu. Í sveitarstjórnarkosningunum 2018 voru 11.680 erlendir ríkisborgar á kjörskrá á landsvísu sem var þá 4,7% af heildarfjölda kjósenda á kjörskrá. Í kosningunum 2022 eru 31.703 erlendir ríkisborgarar á kjörskrá eða 11,4% af heildarfjölda kjósenda á kjörskrá. Fjölgunin á milli þessara kosninga skýrist bæði af fjölgun erlendra ríkisborgara sem búsettir eru á Íslandi og rýmkuðum skilyrðum fyrir kosningarétti samkvæmt nýju kosningalögunum.[2]

Framboðsfrestur var til hádegis 8. apríl 2022. Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hófst föstudaginn 15. apríl.

Yfirlit

breyta

Framboð

breyta

Á landinu öllu voru boðnir fram 179 framboðslistar. Flestir listar voru í framboði í Reykjavík eða 11 talsins. 9 listar komu fram á Akureyri og 8 í bæði Kópavogi og Hafnarfirði en færri í öðrum sveitarfélögum. Í tveimur sveitarfélögum kom aðeins fram einn framboðslisti og fóru því engar kosningar fram í þeim sveitarfélögum þar sem frambjóðendur á þeim listum töldust sjálfkjörnir í sveitarstjórn. Í 13 sveitarfélögum kom ekki fram neinn framboðslisti og þar voru því haldnar óbundnar kosningar. Af þeim stjórnmálaflokkum sem hafa sæti á Alþingi bauð Sjálfstæðisflokkurinn fram eigin lista í flestum sveitarfélögum eða 35 talsins. Framsóknarflokkurinn bauð fram í 26 sveitarfélögum, Samfylkingin í 12, Vinstri græn og Miðflokkurinn í 11, Píratar í 6, Viðreisn í 5 og Flokkur fólksins í 2 sveitarfélögum. Að auki komu Samfylking, Píratar, VG og Viðreisn að framboðum í einstaka sveitarfélögum með misformlegum hætti.

Í töflunni hér að neðan má sjá heildaryfirlit yfir framboðslista í hverju sveitarfélagi.

Sveitarfélag Framboð með fulltrúa á Alþingi Önnur framboð Niðurstöður
Nafn Íbúar  B   C   D   F   M   P   S   V 
Reykjavík 133262  B   C   D   F   M   P   S   V   E   J   Y  Niðurstöður
Kópavogur 38332  B   C   D   M   P   S   V   Y  Niðurstöður
Hafnarfjörður 29687  B   C   D   M   P   S   V   L  Niðurstöður
Reykjanesbær 19676  B   D   M   P   S   U   Y  Niðurstöður
Akureyri 19219  B   D   F   M   P   S   V   K   L  Niðurstöður
Garðabær 17693  B   C   D   M   G  Niðurstöður
Mosfellsbær 12589  B   C   D   M   S   V   L  Niðurstöður
Árborg 10452  B   D   M   S   V   Á  Niðurstöður
Akranes 7697  B   D   S  Niðurstöður
Fjarðabyggð 5079  B   D   V   L  Niðurstöður
Múlaþing 5020  B   D   M   V   L  Niðurstöður
Seltjarnarnes 4715  D   S   A  Niðurstöður
Vestmannaeyjar 4347  D   E   H  Niðurstöður
Svf. Skagafjörður og Akrahreppur 4294  B   D   V   L  Niðurstöður
Ísafjarðarbær 3794  B   D   P   Í  Niðurstöður
Borgarbyggð 3758  B   D   V   A  Niðurstöður
Suðurnesjabær 3649  B   D   S   O  Niðurstöður
Grindavík 3539  B   D   M   S   U  Niðurstöður
Norðurþing 3030  B   D   M   S   V  Niðurstöður
Hveragerði 2778  B   D   O  Niðurstöður
Svf. Hornafjörður 2387  B   D   K  Niðurstöður
Svf. Ölfus 2369  B   D   H  Niðurstöður
Fjallabyggð 1970  D   A   H  Niðurstöður
Rangárþing eystra 1924  B   D   N  Niðurstöður
Dalvíkurbyggð 1855  B   D   K  Niðurstöður
Rangárþing ytra 1740  D   Á  Niðurstöður
Snæfellsbær 1679  D   J  Niðurstöður
Svf. Vogar 1331  D   E   L  Niðurstöður
Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur 1323  E   K  Niðurstöður
Blönduós og Húnavatnshreppur 1322  B   D   G   H  Niðurstöður
Stykkishólmur og Helgafellssveit 1262  H   Í  Niðurstöður
Húnaþing vestra 1222  B   D   N  Niðurstöður
Bláskógabyggð 1144  T   Þ  Niðurstöður
Eyjafjarðarsveit 1097  F   K  Niðurstöður
Vesturbyggð 1064  D   N  Niðurstöður
Bolungarvík 958  D   K  Niðurstöður
Grundarfjarðarbær 862  D   L  Niðurstöður
Hrunamannahreppur 822  D   L  Niðurstöður
Mýrdalshreppur 758  B   A  Niðurstöður
Flóahreppur 690  I   T  Niðurstöður
Hörgársveit 653  H   J  Niðurstöður
Vopnafjarðarhreppur 653  B   H  Niðurstöður
Hvalfjarðarsveit 647 óbundin kosning Niðurstöður
Skaftárhreppur 624  D   Ö  Niðurstöður
Dalabyggð 620 óbundin kosning Niðurstöður
Langanesbyggð og Svalbarðshreppur 598  H   L  Niðurstöður
Skeiða- og Gnúpverjahreppur 590  E   L   U  Niðurstöður
Grímsnes- og Grafningshreppur 492  E   G  Niðurstöður
Svf. Skagaströnd 470 einn listi ( H ) kom fram og er sjálfkjörinn Niðurstöður
Svalbarðsstrandarhreppur 441  A   Ö  Niðurstöður
Strandabyggð 435  A   T  Niðurstöður
Grýtubakkahreppur 371 óbundin kosning Niðurstöður
Ásahreppur 271 óbundin kosning Niðurstöður
Tálknafjarðarhreppur 268 óbundin kosning Niðurstöður
Kjósarhreppur 250  A   K   Þ  Niðurstöður
Reykhólahreppur 236 óbundin kosning Niðurstöður
Súðavíkurhreppur 201 óbundin kosning Niðurstöður
Eyja- og Miklaholtshreppur 119 óbundin kosning Niðurstöður
Kaldrananeshreppur 110 óbundin kosning Niðurstöður
Fljótsdalshreppur 98 óbundin kosning Niðurstöður
Skagabyggð 92 óbundin kosning Niðurstöður
Skorradalshreppur 66 óbundin kosning Niðurstöður
Tjörneshreppur 56 einn listi ( T ) kom fram og er sjálfkjörinn Niðurstöður
Árneshreppur 42 óbundin kosning Niðurstöður

Niðurstöður

breyta

Í töflunni hér að neðan má sjá þá stjórnmálaflokka sem starfa á landsvísu og fjölda sveitarstjórnarfulltrúa á landsvísu sem komu í hlut hvers og eins. Hér er eingöngu litið til framboða undir listabókstöfum flokkanna og því ekki tekið tillit til sameiginlegra framboða víða um land.

FlokkurFulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)113-5
Framsóknarflokkurinn (B)69+23
Samfylkingin (S)26-3
Vinstrihreyfingin – grænt framboð (V)9+1
Miðflokkurinn (M)6-4
Viðreisn (C)5-1
Píratar (P)4+1
Flokkur fólksins (F)2+1
Sósíalistaflokkurinn (J)2+1
Aðrir listar165-33
Kjörnir í óbundnum kosningum69-13
Samtals470-32

Á landsvísu bætti Framsóknarflokkurinn við sig flestum fulltrúum í sveitarstjórnum en Sjálfstæðisflokkurinn tapaði flestum. Hlutfallslega tapaði Miðflokkurinn flestum fulltrúum úr sveitarstjórnum, þ.á.m. öllum fulltrúum sem hann hafði í sveitarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkur umræða skapaðist í kjölfar kosninganna um úthlutun sæta í sveitarstjórnir en notast er við D'Hondt-regluna við þessa úthlutun en sú regla þykir hygla stærri framboðum á kostnað þeirra minni, sérstaklega þegar kosið er um fá sæti. Þannig vakti athygli að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 7 af 11 fulltrúum í bæjarstjórn í Garðabæ þrátt fyrir að hafa fengið minnihluta atkvæða. Sjálfstæðisflokkurinn fékk einnig hreinan meirihluta í Árborg þrátt fyrir minnihluta gildra atkvæða og það sama má segja um Framsóknarflokkinn í Borgarbyggð og Í-listann í Ísafjarðarbæ. Bent var á að með Sainte-Laguë-reglunni sé dregið úr þessu forskoti stærri flokka en að sú úthlutunaraðferð geti (ef hún er notuð óbreytt) þó leitt til þess að framboð með meirihluta atkvæða fái ekki meirihluta sæta í sveitarstjórn.[3]

Höfuðborgarsvæðið

breyta
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Hildur Björnsdóttir14.68624,506-2
Samfylkingin (S)Dagur B. Eggertsson12.16420,295-2
Framsóknarflokkurinn (B)Einar Þorsteinsson11.22718,734+4
Píratar (P)Dóra Björt Guðjónsdóttir6.97011,633+1
Sósíalistaflokkurinn (J)Sanna Magdalena Mörtudóttir4.6187,702+1
Viðreisn (C)Þórdís Lóa Þórhallsdóttir3.1115,191-1
Flokkur fólksins (F)Kolbrún Baldursdóttir2.7014,511
Vinstri græn (V)Líf Magneudóttir2.3964,001
Miðflokkurinn (M)Ómar Már Jónsson1.4672,450-1
Ábyrg framtíð (Y)Jóhannes Loftsson4750,790
Reykjavík, besta borgin (E)Gunnar H. Gunnarsson1340,220
Samtals59.949100,0023
Gild atkvæði59.94997,70
Ógild atkvæði2120,35
Auð atkvæði1.1981,95
Heildarfjöldi atkvæða61.359100,00
Kjósendur á kjörskrá100.37461,13

Ellefu listar buðu fram í Reykjavík. [4] Samfylkingin, Vinstri græn, Píratar og Viðreisn hafa myndað meirihluta í borgarstjórn frá kosningunum 2018 með Dag B. Eggertsson sem borgarstjóra. Allir oddvitar meirihlutaflokkanna héldu sínum sætum í prófkjörum. Eyþór Arnalds gaf í fyrstu kost á sér áfram sem oddviti Sjálfstæðisflokksins en féll frá því 21. desember 2021. Hildur Björnsdóttir vann svo oddvitasætið í prófkjöri flokksins. Aðrir flokkar stilltu upp á sína lista. Kolbrún Baldursdóttir leiðir áfram lista Flokks fólksins og Sanna Magdalena Mörtudóttir leiðir lista Sósíalistaflokksins líkt og áður. Sjónvarpsmaðurinn Einar Þorsteinsson tók við sem oddviti Framsóknarflokksins og Ómar Már Jónsson sem oddviti Miðflokksins. Tvö ný framboð til borgarstjórnar komu fram; Ábyrg framtíð sem Jóhannes Loftsson leiðir og Reykjavík, besta borgin sem Gunnar H. Gunnarsson leiðir. Sjö af þeim framboðum sem komu fram fyrir borgarstjórnarkosningar 2018 voru ekki í framboði nú.

Meirihlutinn í borgarstjórn tapaði samanlagt tveimur fulltrúum og féll. Sjálfstæðisflokkurinn varð stærsti flokkurinn í borgarstjórn en tapaði þó fylgi frá síðustu kosningum og fékk sína verstu útkomu í borgarstjórnarkosningum frá upphafi. Framsóknarflokkurinn vann sinn stærsta sigur í borgarstjórn frá upphafi.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Ásdís Kristjánsdóttir5.44233,204-1
Vinir Kópavogs (Y)Helga Jónsdóttir2.50915,312+2
Framsóknarflokkurinn (B)Orri Hlöðversson2.48915,182+1
Viðreisn (C)Theodóra S. Þorsteinsdóttir1.75210,691-1
Píratar (P)Sigurbjörg Erla Egilsdóttir1.5629,531
Samfylkingin (S)Bergljót Kristinsdóttir1.3438,191-1
Vinstri græn (V)Ólafur Þór Gunnarsson8665,280
Miðflokkurinn (M)Karen Elísabet Halldórsdóttir4302,620
Samtals16.393100,0011
Gild atkvæði16.39397,48
Ógild atkvæði570,34
Auð atkvæði3662,18
Heildarfjöldi atkvæða16.816100,00
Kjósendur á kjörskrá28.92558,14

Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hélt velli í kosningunum. Nýtt framboð, Vinir Kópavogs, bauð fram í fyrsta skipti[5] og fékk tvo fulltrúa kjörna.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Rósa Guðbjartsdóttir3.92430,664-1
Samfylkingin (S)Guðmundur Árni Stefánsson3.71028,994+2
Framsóknarflokkurinn (B)Valdimar Víðisson1.75013,672+1
Viðreisn (C)Jón Ingi Hákonarson1.1709,141
Píratar (P)Haraldur Rafn Ingvason7846,130
Vinstri græn (V)Davíð Arnar Stefánsson5524,310
Bæjarlistinn (L)Sigurður P. Sigmundsson5464,270-1
Miðflokkurinn (M)Sigurður Þ. Ragnarsson3632,840-1
Samtals12.799100,0011
Gild atkvæði12.79997,46
Ógild atkvæði420,32
Auð atkvæði2922,22
Heildarfjöldi atkvæða13.133100,00
Kjósendur á kjörskrá21.73160,43

Guðmundur Árni Stefánsson var efstur í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Hann var bæjarstjóri í Hafnarfirði 1986 til 1993 fyrir Alþýðuflokkinn.[6] Starfandi meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hélt velli í kosningunum. Fjögur framboð með samtals 17,5% fylgi fengu engann mann kjörinn í bæjarstjórn.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Almar Guðmundsson4.19749,107-1
Garðabæjarlistinn (G)Þorbjörg Þorvaldsdóttir1.78720,912-1
Viðreisn (C)Sara Dögg Svanhildardóttir1.13413,271+1
Framsóknarflokkurinn (B)Brynja Dan Gunnarsdóttir1.11613,061+1
Miðflokkurinn (M)Lárus Guðmundsson3143,670
Samtals8.548100,0011
Gild atkvæði8.54897,88
Ógild atkvæði400,46
Auð atkvæði1451,66
Heildarfjöldi atkvæða8.733100,00
Kjósendur á kjörskrá13.62264,11

Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meirihluta í bæjarstjórn Garðabæjar og þar áður hreppsnefnd Garðahrepps alla tíð frá árinu 1966. Flokkurinn hélt nú hreinum meirihluta í bæjarstjórn en þó í fyrsta sinn með minnihluta greiddra atkvæða. Viðreisn bauð í fyrsta skiptið fram í bænum undir eigin merkjum og fékk einn fulltrúa kjörinn.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Framsóknarflokkurinn (B)Halla Karen Kristjánsdóttir1.81132,204+4
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Ásgeir Sveinsson1.53427,284
Vinir Mosfellsbæjar (L)Dagný Kristinsdóttir73113,001
Samfylkingin (S)Anna Sigríður Guðnadóttir5058,981
Viðreisn (C)Lovísa Jónsdóttir4447,891
Miðflokkurinn (M)Sveinn Óskar Sigurðsson2784,940-1
Vinstri græn (V)Bjarki Bjarnason3215,710-1
Samtals5.624100,0011+2
Gild atkvæði5.62497,47
Ógild atkvæði150,26
Auð atkvæði1312,27
Heildarfjöldi atkvæða5.770100,00
Kjósendur á kjörskrá9.41361,30

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og VG kolféll og VG missti sinn fulltrúa úr bæjarstjórn. Bæjarfulltrúum var fjölgað um tvo frá síðustu kosningum. Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn náðu saman um myndun nýs meirihluta.[7]

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Þór Sigurgeirsson1.23850,124
Samfylkingin (S)Guðmundur Ari Sigurjónsson1.00840,813+1
Framtíðin (A)Karl Pétur Jónsson2249,070
Samtals2.470100,007
Gild atkvæði2.47097,55
Ógild atkvæði80,32
Auð atkvæði542,13
Heildarfjöldi atkvæða2.532100,00
Kjósendur á kjörskrá3.47272,93

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri ákvað að hætta eftir ellefu ár í setu á Seltjarnarnesi. Píratar og Viðreisn stóðu saman að A-lista Framtíðarinnar. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hélt velli í kosningunum.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
Íbúar í Kjós (A)Sigurþór Ingi Sigurðsson9348,693
Saman í sveit (Þ)Regína Hansen Guðbjörnsdóttir8544,502
Kjósarlistinn (K)Sigurður I. Sigurgeirsson136,810
Samtals191100,005
Gild atkvæði191100,00
Auð og ógild atkvæði00,00
Heildarfjöldi atkvæða191100,00
Kjósendur á kjörskrá22286,04

Kjósarhreppur var fámennasta sveitarfélagið þar sem viðhöfð var listakosning. Þrír listar komu fram með samtals 27 frambjóðendum, en það eru 12,6% af kjósendum á kjörskrá í hreppnum.

Suðurnes

breyta
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Margrét Ólöf A Sanders1.90828,133
Framsóknarflokkurinn (B)Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir1.53622,643+1
Samfylkingin (S)Friðjón Einarsson1.50022,113
Bein leið (Y)Valgerður Björk Pálsdóttir87012,831
Umbót (U)Margrét Þórarinsdóttir5728,431+1
Píratar (P)Ragnhildur L Guðmundsdóttir2754,050
Miðflokkurinn (M)Bjarni Gunnólfsson1221,800-1
Samtals6.783100,0011
Gild atkvæði6.78397,61
Ógild atkvæði270,39
Auð atkvæði1392,00
Heildarfjöldi atkvæða6.949100,00
Kjósendur á kjörskrá14.63847,47

Framsóknarflokkur, Samfylking og Bein leið höfðu starfað saman í meirihluta frá kosningunum 2018 og sá meirihluti hélt velli í kosningunum. Hvergi á landinu var minni kjörsókn en í Reykjanesbæ en þar var jafnframt hæsta hlutfall erlendra ríkisborgara á kjörskrá (22%).

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðismenn og óháðir (D)Einar Jón Pálsson47529,503
Bæjarlistinn (O)Jónína Magnúsdóttir42726,522+2
Samfylkingin og óháðir (S)Sigursveinn Bjarni Jónsson40425,092+2
Framsóknarflokkurinn (B)Anton Kristinn Guðmundsson30418,882+1
Samtals1.610100,009
Gild atkvæði1.61096,87
Ógild atkvæði90,54
Auð atkvæði432,59
Heildarfjöldi atkvæða1.662100,00
Kjósendur á kjörskrá2.72860,92
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Miðflokkurinn (M)Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir51932,423+2
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Hjálmar Hallgrímsson39724,802-1
Framsóknarfélag Grindavíkur (B)Ásrún Helga Kristinsdóttir32420,241
Rödd unga fólksins (U)Helga Dís Jakobsdóttir21213,241
Samfylkingin og óháðir (S)Siggeir Fannar Ævarsson1499,310-1
Samtals1.601100,007
Gild atkvæði1.60198,64
Ógild atkvæði20,12
Auð atkvæði201,23
Heildarfjöldi atkvæða1.623100,00
Kjósendur á kjörskrá2.52764,23
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðismenn og óháðir (D)Björn Sæbjörnsson24239,103+1
Framboðsfélag E-listans (E)Birgir Örn Ólafsson22937,003-1
Listi fólksins (L)Kristinn Björgvinsson14823,911
Samtals619100,007
Gild atkvæði61994,79
Ógild atkvæði91,38
Auð atkvæði253,83
Heildarfjöldi atkvæða653100,00
Kjósendur á kjörskrá1.03962,85

Hreinn meirihluti E-lista féll.

Vesturland

breyta
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Líf Lárusdóttur1.22336,083-1
Framsókn og frjálsir (B)Ragnar Baldvin Sæmundsson1.20835,633+1
Samfylkingin (S)Valgarður Lyngdal Jónsson95928,293
Samtals3.390100,009
Gild atkvæði3.39095,41
Ógild atkvæði40,11
Auð atkvæði1594,48
Heildarfjöldi atkvæða3.553100,00
Kjósendur á kjörskrá5.69162,43
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Framsóknarflokkurinn (B)Guðveig Lind Eyglóardóttir94749,665+1
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Lilja Björg Ágústsdóttir48425,382
Samfylkingin og Viðreisn (A)Bjarney Bjarnadóttir27514,421+1
Vinstri græn (V)Thelma Dögg Harðardóttir20110,541-1
Samtals1.907100,009
Gild atkvæði1.90794,36
Ógild atkvæði211,04
Auð atkvæði934,60
Heildarfjöldi atkvæða2.021100,00
Kjósendur á kjörskrá2.80472,08
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Björn Haraldur Hilmarsson44652,844
Bæjarmálasamtök Snæfellsbæjar (J)Michael Gluszuk39847,163
Samtals844100,007
Gild atkvæði84495,58
Ógild atkvæði30,34
Auð atkvæði364,08
Heildarfjöldi atkvæða883100,00
Kjósendur á kjörskrá1.20673,22
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
Listi framfarasinna (H)Hrafnhildur Hallvarðsdóttir40854,694
Íbúalistinn (Í)Haukur Garðarsson33845,313
Samtals746100,007
Gild atkvæði74698,03
Ógild atkvæði00,00
Auð atkvæði151,97
Heildarfjöldi atkvæða761100,00
Kjósendur á kjörskrá93481,48

Kosin var sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar þar sem 59 voru á kjörskrá og Stykkishólmsbæjar þar sem 878 voru á kjörskrá. Framboð voru þau sömu og boðið höfðu fram í Stykkishólmsbæ 2018 og fengu bæði sama fjölda fulltrúa í sveitarstjórn hins sameinaða sveitarfélags og þau höfðu áður haft í bæjarstjórn Stykkishólms.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir (D)Jósef Ó Kjartansson23452,004
Samstaða bæjarmálafélag (L)Garðar Svansson21648,003
Samtals450100,007
Gild atkvæði45096,15
Ógild atkvæði20,43
Auð atkvæði163,42
Heildarfjöldi atkvæða468100,00
Kjósendur á kjörskrá61875,73
Fulltrúi Atkvæði %
Andrea Ýr Arnarsdóttir 241 75,1
Helga Harðardóttir 148 46,1
Helgi Pétur Ottesen 139 43,3
Elín Ósk Gunnarsdóttir 116 36,1
Inga María Sigurðardóttir 116 36,1
Ómar Örn Kristófersson 103 32,0
Birkir Snær Guðlaugsson 96 29,9
Gild atkvæði 321 97,6
Ógild atkvæði 1 0,3
Auð atkvæði 7 2,1
Heildarfjöldi atkvæða 329 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 532 61,8

Hvalfjarðarsveit var fjölmennasta sveitarfélagið á landinu þar sem fram fór óbundin kosning. Á kjörskrá voru 531 og voru þeir allir í kjöri fyrir utan 5 sem sérstaklega höfðu skorast undan því.

Fulltrúi Atkvæði %
Ingibjörg Þóranna Steinudóttir 199 62,4
Eyjólfur Ingvi Bjarnason 195 61,1
Garðar Freyr Vilhjálmsson 191 59,9
Guðlaug Kristinsdóttir 185 58,0
Einar Jón Geirsson 168 52,7
Þuríður Jóney Sigurðardóttir 132 41,4
Skúli Hreinn Guðbjörnsson 132 41,4
Heildarfjöldi atkvæða 319 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 517 61,7

Fram fór óbundin kosning. Á kjörskrá voru 517 og voru þeir allir í kjöri fyrir utan einn sem skoraðist undan. Samhliða kosningunum fór fram skoðanakönnun um hug íbúa til mögulegrar sameiningar við nágrannasveitarfélög. 304 tóku þátt í könnuninni og voru 240 (78,9%) jákvæðir fyrir því að sameinast öðru sveitarfélagi. Flestum hugnaðist sameining við Stykkishólm/Helgafellssveit eða 88 (28,9%) en 71 (23,4%) kusu fremur sameiningu við Húnaþing vestra.[8]

Fulltrúi Atkvæði %
Herdís Þórðardóttir 42 62,7
Veronika G Sigurvinsdóttir 37 55,2
Valgarð S Halldórsson 36 53,7
Gísli Guðmundsson 28 41,8
Sigurbjörg Ellen Ottesen 27 40,3
Heildarfjöldi atkvæða 67 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 86 77,9

Fram fór fram óbundin kosning. Á kjörskrá voru 86 og voru þeir allir í kjöri fyrir utan 3 sem sérstaklega höfðu skorast undan því.

Fulltrúi Atkvæði %
Jón Eiríkur Einarsson 22 53,7
Kristín Jónsdóttir 22 53,7
Pétur Davíðsson 21 51,2
Óli Rúnar Ástþórsson 20 48,8
Guðný Elíasdóttir 15 36,6
Heildarfjöldi atkvæða 41 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 47 87,2

Fram fór fram óbundin kosning. Á kjörskrá voru 47 og voru þeir allir í kjöri fyrir utan 6 sem sérstaklega höfðu korast undan því.

Vestfirðir

breyta
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Í-listinn (Í)Gylfi Ólafsson89746,265+1
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Jóhann Birkir Helgason47924,702-1
Framsóknarflokkurinn (B)Kristján Þór Kristjánsson47324,392
Píratar (P)Pétur Óli Þorvaldsson904,640
Samtals1.939100,009
Gild atkvæði1.93997,44
Ógild atkvæði90,45
Auð atkvæði422,11
Heildarfjöldi atkvæða1.990100,00
Kjósendur á kjörskrá2.77571,71

Í-listinn fékk hreinan meirihluta í kosningunum og felldi þannig sitjandi meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Arna Lára Jónsdóttir var bæjarstjóraefni Í-listans og verður fyrst kvenna bæjarstjóri á Ísafirði.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
Ný sýn (N)Jón Árnason28151,654
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Ásgeir Sveinsson26348,353
Samtals544100,007
Gild atkvæði54496,80
Ógild atkvæði40,71
Auð atkvæði142,49
Heildarfjöldi atkvæða562100,00
Kjósendur á kjörskrá77372,70

Sömu listarnir og 2018 buðu fram og engar breytingar urðu á skiptingu fulltrúa í sveitarstjórn.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Máttur manna og meyja (K)Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir25153,524+1
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Baldur Smári Einarsson21846,483-1
Samtals469100,007
Gild atkvæði46996,90
Auð og ógild atkvæði153,10
Heildarfjöldi atkvæða484100,00
Kjósendur á kjörskrá69869,34
Heimild: bb.is

K-listi vann meirihluta frá Sjálfstæðisflokki sem hafði hann áður.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Strandabandalagið (T)Þorgeir Pálsson16060,153+3
Almennir borgarar (A)Matthías Sævar Lýðsson10639,852+2
Samtals266100,005
Gild atkvæði26695,00
Auð og ógild atkvæði145,00
Heildarfjöldi atkvæða280100,00
Kjósendur á kjörskrá33384,08
Heimild: bb.is

Óbundnar kosningar höfðu farið fram 2018 en nú komu fram tveir framboðslistar í Strandabyggð. T-listi Strandabandalagsins náði meirihluta.

Fulltrúi Atkvæði %
Jóhann Örn Hreiðarsson 72 54,1
Lilja Magnúsdóttir 67 50,4
Jenný Lára Magnadóttir 57 42,9
Guðlaugur Jónsson 44 33,1
Jón Ingi Jónsson 43 32,3
Gild atkvæði 133 96,4
Auð atkvæði 5 3,6
Heildarfjöldi atkvæða 138 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 189 73,0
Heimild: talknafjordur.is Geymt 2 júlí 2022 í Wayback Machine

Fram fór óbundin kosning. Á kjörskrá voru 189 sem allir voru í kjöri fyrir utan 6 sem skoruðust undan kjöri.

Fulltrúi Atkvæði %
Árný Hrund Haraldsdóttir 58 62,4
Jóhanna Ösp Einarsdóttir 53 57,0
Hrefna Jónsdóttir 52 55,9
Vilberg Þráinsson 30 32,3
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir 28 30,1
Gild atkvæði 93 93,9
Auð og ógild atkvæði 6 6,1
Heildarfjöldi atkvæða 99 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 184 53,8
Heimild: bb.is

Fram fór óbundin kosning. Á kjörskrá voru 184 sem allir voru í kjöri fyrir utan 4 sem skoruðust undan kjöri.

Fulltrúi Atkvæði %
Bragi Þór Thoroddssen 57 51,4
Aníta Björk Pálínudóttir 47 42,3
Yordan Slavov Yordanov 39 35,1
Jónas Ólafur Skúlason 34 30,6
Kristján Rúnar Kristjánsson 34 30,6
Gild atkvæði 111 ?
Auð og ógild atkvæði ? ?
Heildarfjöldi atkvæða ? 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 174 ~68%
Heimild: bb.is
Ath: Upplýsingar vantar um auð og ógild atkvæði og heildarfjölda atkvæða.

Fram fór óbundin kosning. Á kjörskrá voru 174 sem allir voru í kjöri fyrir utan 2 sem höfðu skorast hafa undan kjöri. Þrír voru með jafn mörg atkvæði í 4. til 6. sæti og réði hlutkesti því hverjir tveir af þeim voru kjörnir sem aðalmenn í sveitarstjórn.

Fulltrúi Atkvæði %
Finnur Ólafsson 51 86,4
Halldór Logi Friðgeirsson 39 66,1
Ísabella B. Lundshöj Petersen 31 52,5
Hildur Aradóttir 27 45,8
Arnlín Þ. Óladóttir 22 37,3
Gild atkvæði 59 98,3
Auð og ógild atkvæði 1 1,7
Heildarfjöldi atkvæða 60 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 92 65,2
Heimild: strandir.is

Fram fór óbundin kosning. Á kjörskrá voru 92 sem allir voru í kjöri fyrir utan einn sem skoraðist undan því.

Fulltrúi Atkvæði %
Júlía Fossdal 24 70,6
Arinbjörn Bernharðsson 21 61,8
Delphine Briois 20 58,8
Eva Sigurbjörnsdóttir 17 50,0
Úlfar Eyjólfsson 9 26,5
Heildarfjöldi atkvæða 34 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 41 82,9
Ath: Upplýsingar vantar um auð og ógild atkvæði.
Hlutföll frambjóðenda miðast við öll greidd atkvæði.

Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins. Þar fór fram óbundin kosning. Á kjörskrá voru 41 sem allir voru í kjöri fyrir utan 4 sem höfðu skorast undan því.

Norðurland vestra

breyta
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
Framsóknarflokkurinn (B)Einar Eðvald Einarsson73232,353
Byggðalistinn (L)Jóhanna Ey Harðardóttir56024,752
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Gísli Sigurðsson51522,762
Vinstri græn og óháðir (V)Álfhildur Leifsdóttir45620,152
Samtals2.263100,009
Gild atkvæði2.26396,01
Ógild atkvæði70,30
Auð atkvæði873,69
Heildarfjöldi atkvæða2.357100,00
Kjósendur á kjörskrá3.19673,75

Kosin var sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps þar sem 161 var á kjörskrá og Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem 3035 voru á kjörskrá. Framboð voru þau sömu og boðið höfðu fram í Sveitarfélaginu Skagafirði 2018 og fengu öll framboðin sama fjölda fulltrúa í sveitarstjórn og þá. Samhliða kosningum fór fram skoðanakönnun um nafn á hið sameinaða sveitarfélag þar sem nafnið „Skagafjörður“ var vinsælast með 1110 atkvæði, „Sveitarfélagið Skagafjörður“ fékk 852 atkvæði en „Hegranesþing“ fékk 76 atkvæði.[9]

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
Sjálfstæðismenn og óháðir (D)Guðmundur Haukur Jakobsson29637,714
Framsókn og aðrir framfarasinnar (B)Auðunn Steinn Sigurðsson24931,723
H-listinn (H)Jón Gíslason14017,831
Gerum þetta saman (G)Edda Brynleifsdóttir10012,741
Samtals785100,009
Gild atkvæði78598,00
Ógild atkvæði30,37
Auð atkvæði131,62
Heildarfjöldi atkvæða801100,00
Kjósendur á kjörskrá96183,35

Kosin var sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfélagi Blönduósbæjar þar sem 660 voru á kjörskrá og Húnavatnshrepps þar sem 301 var á kjörskrá. Samhliða kosningum fór fram skoðanakönnun um nafn á hið sameinaða sveitarfélag þar sem nafnið „Húnabyggð“ var vinsælast með 443 atkvæði. „Blöndubyggð“ fékk 144 atkvæði en „Húnavatnsbyggð“ fékk 53 atkvæði.[10]

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Framsókn og aðrir framfarasinnar (B)Þorleifur Karl Eggertsson21734,613-1
Nýtt afl í Húnaþingi vestra (N)Magnús Vignir Eðvaldsson21434,132-1
Sjálfstæðismenn og óháðir (D)Magnús Magnússon19631,262+2
Samtals627100,007
Gild atkvæði62797,06
Auð og ógild atkvæði192,94
Heildarfjöldi atkvæða646100,00
Kjósendur á kjörskrá93469,16
Heimild: hunathing.is

Eftir að atkvæði höfðu verið talin var einungis tveggja atkvæða munur á B-lista (216) og N-lista (214) og sá munur réði því hvor listinn næði sínum þriðja manni inn. Atkvæði voru því endurtalin 19. maí að beiðni N-lista. Við endurtalningu voru tvö atkvæði sem áður höfðu verið talin ógild nú talin gild atkvæði greidd annarsvega B-lista og hins vegar D-lista. Þessi breyting hafði ekki áhrif á úthlutun fulltrúa í sveitarstjórn miðað við upphaflega talningu.[11]

Fulltrúar
Halldór Gunnar Ólafsson
Erla María Lárusdóttir
Hrefna Dögg Þorsteinsdóttir
Gubjörg Eva Guðbjartsdóttir
Petrína Laufey Jakobsdóttir

Einungis kom fram einn framboðslisti (Skagastrandarlistinn). Fimm efstu menn listans voru því sjálfkjörnir og engar kosningar fóru fram í sveitarfélaginu.

Fulltrúi Atkvæði %
Magnús Jóhann Björnsson 32 72,7
Kristján S Kristjánsson 20 45,5
Vignir Ásmundur Sveinsson 19 43,2
Bjarney Ragnhildur Jónsdóttir 19 43,2
Erla Jónsdóttir 15 34,1
Heildarfjöldi atkvæða 44 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 67 65,7
Ath: Upplýsingar vantar um auð og ógild atkvæði.
Hlutföll frambjóðenda miðast við öll greidd atkvæði.

Fram fór óbundin kosning. Á kjörskrá voru 67 og voru þeir allir í kjöri fyrir utan 3 sem sérstaklega skoruðust undan því.

Norðurland eystra

breyta
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Bæjarlisti Akureyrar (L)Gunnar Líndal Sigurðsson1.70518,703+1
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Heimir Örn Árnason1.63917,972-1
Framsóknarflokkurinn (B)Sunna Hlín Jóhannesdóttir1.55017,0020
Flokkur fólksins (F)Brynjólfur Ingvarsson1.11412,211+1
Samfylkingin (S)Hilda Jana Gísladóttir1.08211,861-1
Miðflokkurinn (M)Hlynur Jóhannsson7167,8510
Vinstri græn (V)Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir6617,2510
Kattaframboðið (K)Snorri Ásmundsson3734,0900
Píratar (P)Hrafndís Bára Einarsdóttir2803,0700
Samtals9.120100,0011
Gild atkvæði9.12096,79
Ógild atkvæði200,21
Auð atkvæði2822,99
Heildarfjöldi atkvæða9.422100,00
Kjósendur á kjörskrá14.69864,10

Eftir bæjarstjórnarkosningar 2018 héldu Framsóknarflokkur, Bæjarlisti Akureyrar og Samfylkingin áfram meirihlutasamstarfinu frá kjörtímabilinu þar á undan. Í miðjum heimfaraldri Covid-19 í september 2020 var hefðbundin skipting í meiri- og minnihluta afnumin og öll sex framboðin sem höfðu fulltrúa í bæjarstjórn tóku höndum saman það sem eftir lifði kjörtímabilsins. Í kosningabaráttunni var hins vegar ljóst að engu framboði til bæjarstjórnar 2022 hugnaðist að halda því fyrirkomulagi áfram. Þegar framboðslistar komu fram var ljóst að mikil endurnýjun yrði í bæjarstjórn þar sem efstu menn á flestum listum voru nýliðar. Þá kom fram Kattaframboð Snorra Ásmundssonar listamanns sem sprottið var úr deilum sem sköpuðust um reglur sem bæjarstjórn ætlaði að setja til að banna lausagöngu katta.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Framsókn og félagshyggja (B)Hjálmar Bogi Hafliðason48931,613
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Hafrún Olgeirsdóttir36923,852-1
Vinstri græn og óháð (V)Aldey Unnar Traustadóttir26216,942+1
Samfélagið (M)Áki Hauksson22614,611
Samfylkingin (S)Benóný Valur Jakobsson20112,991
Samtals1.547100,009
Gild atkvæði1.54796,21
Ógild atkvæði90,56
Auð atkvæði523,23
Heildarfjöldi atkvæða1.608100,00
Kjósendur á kjörskrá2.25671,28

Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hélt velli. M-listi Samfélagsins notaðist við listabókstaf Miðflokksins og var kynnt sem framboð á vegum þess flokks á vef hans en byggði einnig á E-lista Samfélagsins sem var í framboði í sveitarfélaginu 2018.[12]

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Jafnaðarfólk og óháðir (A)Guðjón M. Ólafsson36,23+3
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Sigríður Guðrún Hauksdóttir32,32-1
Fyrir heildina (H)Helgi Jóhannsson31,52
Samtals7
Kjósendur á kjörskrá1.54974,6
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
K-listi Dalvíkurbyggðar (K)Helgi Einarsson43,73+3
Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir (D)Freyr Antonsson32,82
Framsókn og félagshyggjufólk (B)Katrín Sigurjónsdóttir23,52-1
Samtals7
Kjósendur á kjörskrá1.43774,6
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
E-listiEygló Sófusdóttir43955,085
K-listiHelgi Héðinsson35844,924
Samtals797100,009
Gild atkvæði79797,31
Auð og ógild atkvæði222,69
Heildarfjöldi atkvæða819100,00
Kjósendur á kjörskrá1.03379,28
Heimild: visir.is


FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
F-listiHermann Ingi Gunnarsson33858,994
K-listiÁsta Arnbjörg Pétursdóttir23541,013
Samtals573100,007
Gild atkvæði57397,61
Ógild atkvæði30,51
Auð atkvæði111,87
Heildarfjöldi atkvæða587100,00
Kjósendur á kjörskrá82171,50
Heimild: visir.is
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
H-listi Hörgársveitar (H)Jón Þór Benediktsson13838,552
Gróska (J)Axel Grettisson22061,453
Samtals358100,005
Gild atkvæði35895,21
Ógild atkvæði61,60
Auð atkvæði123,19
Heildarfjöldi atkvæða376100,00
Kjósendur á kjörskrá55367,99
Heimild: visir.is
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
Betri byggð (H)Sigurður Þór Guðmundsson20458,964
Framtíðarlistinn (L)Þorsteinn Ægir Egilsson14241,043
Samtals346100,007
Gild atkvæði34698,58
Ógild atkvæði20,57
Auð atkvæði30,85
Heildarfjöldi atkvæða351100,00
Kjósendur á kjörskrá43381,06
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
Strandarlistinn (A)Gestur Jónmundur Jensson12852,673
Ströndungur (Ö)Bjarni Þór Guðmundsson11547,332
Samtals243100,005
Gild atkvæði24397,20
Ógild atkvæði00,00
Auð atkvæði72,80
Heildarfjöldi atkvæða250100,00
Kjósendur á kjörskrá33973,75
Fulltrúi Atkvæði %
Gísli Gunnar Oddgeirsson 156 78,8
Þorgeir Rúnar Finnsson 152 76,8
Fjóla Valborg Stefánsdóttir 149 75,3
Gunnar Björgvin Pálsson 125 63,1
Inga María Sigurbjörnssdóttir 116 58,6
Gild atkvæði 198 98,5
Auð atkvæði 3 1,5
Heildarfjöldi atkvæða 201 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 274 73,4

Fram fór óbundin kosning. Enginn skoraðist sérstaklega undan kjöri og því voru allir kjósendur á kjörskrá í kjöri.

Fulltrúar
Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
Jón Gunnarsson
Katý Bjarnadóttir
Smári Kárason
Sveinn Egilsson

Einungis kom fram einn framboðslisti (Tjörneslistinn). Fimm efstu menn listans töldust sjálfkjörnir og því fóru engar kosningar fram í sveitarfélaginu.

Austurland

breyta
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Ragnar Sigurðsson94140,614+2
Framsóknarflokkurinn (B)Jón Björn Hákonarson69530,003+1
Fjarðalistinn (L)Stefán Þór Eysteinsson54023,312-2
Vinstri græn (V)Anna Margrét Arnarsdóttir1416,090
Samtals2.317100,009
Gild atkvæði2.31796,74
Ógild atkvæði00,00
Auð atkvæði783,26
Heildarfjöldi atkvæða2.395100,00
Kjósendur á kjörskrá3.68964,92
Heimild: Fjardabyggd.is

Fjarðalistinn og Framsóknarflokkur höfðu starfað saman í meirihluta frá 2018 og sá meirihluti hélt velli í kosningum þrátt fyrir aukið fylgi Sjálfstæðisflokks. Miðflokkurinn bauð ekki fram lista í Fjarðabyggð að þessu sinni þrátt fyrir að hafa náð inn manni 2018.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Berglind Harpa Svavarsdóttir68429,233-1
Framsóknarflokkurinn (B)Jónína Brynjólfsdóttir58725,093+1
Austurlistinn (L)Hildur Þórisdóttir47020,092-1
Vinstri græn (V)Helgi Hlynur Ásgrímsson39216,752+1
Miðflokkurinn (M)Þröstur Jónsson2078,851
Samtals2.340100,0011
Gild atkvæði2.34096,42
Ógild atkvæði120,49
Auð atkvæði753,09
Heildarfjöldi atkvæða2.427100,00
Kjósendur á kjörskrá3.66366,26
Heimild: Mulathing.is

Múlaþing varð til með sameiningu fjögurra sveitarfélaga árið 2020 og var þá kjörin sveitarstjórn fyrir hið nýja sveitarfélag sem aðeins starfaði í tvö ár fram að reglulegum sveitarstjórnarkosningum 2022. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur höfðu myndað meirihluta í sveitarstjórn og sá meirihluti hélt velli í kosningunum.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Framsóknarflokkurinn (B)Axel Örn Sveinbjörnsson19050,674+1
Vopnafjarðarlistinn (H)Bjartur Aðalbjörnsson18549,333+3
Samtals375100,007
Gild atkvæði37595,42
Ógild atkvæði41,02
Auð atkvæði143,56
Heildarfjöldi atkvæða393100,00
Kjósendur á kjörskrá50777,51
Fulltrúi Atkvæði %
Jóhann Frímann Þórhallsson 50 86,2
Lárus Heiðarsson 35 60,3
Kjartan Benediktsson 32 55,2
Halla Auðunardóttir 27 46,6
Anna Jóna Árnmarsdóttir 18 31,0
Gild atkvæði 58 95,1
Ógild atkvæði 1 1,6
Auð atkvæði 2 3,3
Heildarfjöldi atkvæða 61 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 85 71,8

Fram fór óbundin kosning. Á kjörskrá voru 85 og voru þeir allir í kjöri fyrir utan 2 sem sérstaklega höfðu skorast undan því. Tveir urðu jafnir í 5. og 6. sæti með 18 atkvæði og var þá notast við hlutkesti til að ákveða hvor yrði aðalmaður í sveitarstjórn.

Suðurland

breyta
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Bragi Bjarnason2.29646,436+2
Framsóknarflokkurinn (B)Arnar Freyr Ólafsson95619,332+1
Samfylkingin (S)Arna Ír Gunnarsdóttir76115,392
Áfram Árborg (Á)Álfheiður Eymarsdóttir3907,891
Vinstri græn (V)Sigurður Torfi Sigurðsson2955,97
Miðflokkurinn (M)Tómas Ellert Tómasson2474,990-1
Samtals4.945100,0011+2
Gild atkvæði4.94596,73
Ógild atkvæði00,00
Auð atkvæði1673,27
Heildarfjöldi atkvæða5.112100,00
Kjósendur á kjörskrá8.01163,81

Bæjarfulltrúum var fjölgað um tvo frá síðustu bæjarstjórnarkosningum. Allir flokkar utan Sjálfstæðisflokks höfðu myndað meirihluta síðan 2018. Sá meirihluti féll í kosningum með því að Sjálfstæðisflokkurinn vann hreinan meirihluta.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Eyþór Harðarson1.15144,134+1
Fyrir Heimaey (H)Páll Magnússon93135,703
Eyjalistinn (E)Njáll Ragnarsson52620,172+1
Samtals2.608100,009+2
Gild atkvæði2.60898,16
Ógild atkvæði180,68
Auð atkvæði311,17
Heildarfjöldi atkvæða2.657100,00
Kjósendur á kjörskrá3.28380,93

Bæjarfulltrúum var fjölgað um tvo frá síðustu kosningum. Meirihluti Eyjalistans og H-lista Fyrir Heimaey hélt velli.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Okkar Hveragerði (O)Sandra Sigurðardóttir69139,643+1
Sjálfstæðisfélag Hveragerðis (D)Friðrik Sigurbjörnsson57232,822-2
Framsókn (B)Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir48027,542+1
Samtals1.743100,007
Gild atkvæði1.74398,42
Auð og ógild atkvæði281,58
Heildarfjöldi atkvæða1.771100,00
Kjósendur á kjörskrá2.28477,54

Hreinn meirihluti Sjálfstæðisflokks féll.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Gestur Þór Kristjánsson69955,884
Framfarasinnar (B)Hrönn Guðmundsdóttir38130,462+2
Íbúalisti í Ölfusi (H)Ása Berglind Hjálmarsdóttir17113,671+1
Samtals1.251100,007
Gild atkvæði1.25198,58
Auð og ógild atkvæði181,42
Heildarfjöldi atkvæða1.269100,00
Kjósendur á kjörskrá1.81170,07
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Framsóknarflokkurinn (B)Ásgerður Kristín Gylfadóttir38131,672-2
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Gauti Árnason46138,323+1
Kex framboðið (K)Eyrún Fríða Árnadóttir36130,012+2
Samtals1.203100,007
Gild atkvæði1.20395,25
Auð og ógild atkvæði604,75
Heildarfjöldi atkvæða1.263100,00
Kjósendur á kjörskrá1.75971,80
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðismenn og aðrir lýðræðissinnar (D)Anton Kári Halldórsson44142,363
Framsókn og aðrir framfarasinnar (B)Lilja Einarsdóttir37836,313
Nýi óháði listinn (N)Tómas Birgir Magnússon22221,331+1
Samtals1.041100,007
Gild atkvæði1.04198,39
Ógild atkvæði50,47
Auð atkvæði121,13
Heildarfjöldi atkvæða1.058100,00
Kjósendur á kjörskrá1.41075,04
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Áhugafólk um sveitarstjórnarmál (Á)Eggert Valur Guðmundsson49350,564+1
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Ingvar Pétur Guðbjörnsson48249,443-1
Samtals975100,007
Gild atkvæði97596,82
Ógild atkvæði90,89
Auð atkvæði232,28
Heildarfjöldi atkvæða1.007100,00
Kjósendur á kjörskrá1.35774,21
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
T-listinnHelgi Kjartansson39170,205
Þ-listinnAnna Greta Ólafsdóttir16629,802
Samtals557100,007
Gild atkvæði55796,70
Auð og ógild atkvæði193,30
Heildarfjöldi atkvæða576100,00
Kjósendur á kjörskrá79472,54
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Sjálfstæðisflokkurinn og óháðir (D)Bjarney Vignisdóttir27256,553+1
L-listinn (L)Daði Geir Samúelsson20943,452+2
Samtals481100,005
Gild atkvæði48197,57
Ógild atkvæði00,00
Auð atkvæði122,43
Heildarfjöldi atkvæða493100,00
Kjósendur á kjörskrá61480,29
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
Framfaralistinn (I)Árni Eiríksson25566,413
T-listinn (T)Sigurjón Andrésson12933,592
Samtals384100,005
Gild atkvæði38495,76
Ógild atkvæði20,50
Auð atkvæði153,74
Heildarfjöldi atkvæða401100,00
Kjósendur á kjörskrá50080,20

38 af 129 kjósendum T-lista strikuðu út nafn Elínar Höskuldsdóttur sem skipaði annað sæti listans en það varð til þess að hún féll niður um sæti og náði ekki kjöri sem aðalmaður í sveitarstjórn.

FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
Framsókn og óháðir (B)Björn Þór Ólafsson19353,313
Listi allra (A)Anna Huld Óskarsdóttir16946,692
Samtals362100,005
Gild atkvæði36297,84
Ógild atkvæði10,27
Auð atkvæði71,89
Heildarfjöldi atkvæða370100,00
Kjósendur á kjörskrá49974,15
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
Samvinnulistinn (L)Haraldur Þór Jónsson18950,403
Uppbygging (E)Gunnar Örn Marteinsson11731,201
Umhyggja, umhverfi, uppbygging (U)Karen Óskarsdóttir6918,401
Samtals375100,005
Gild atkvæði37598,94
Ógild atkvæði20,53
Auð atkvæði20,53
Heildarfjöldi atkvæða379100,00
Kjósendur á kjörskrá43587,13
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar+/–
Öflugt samfélag (Ö)Jóhannes Gissurarson21874,154+4
Sjálfstæðisflokkurinn (D)Sveinn Hreiðar Jensson7625,851-2
Samtals294100,005
Gild atkvæði29493,33
Ógild atkvæði51,59
Auð atkvæði165,08
Heildarfjöldi atkvæða315100,00
Kjósendur á kjörskrá42374,47
FlokkurOddvitiAtkvæði%Fulltrúar
E-listinnÁsa Valdís Árnadóttir14851,033
G-listinnRagnheiður Eggertsdóttir14248,972
Samtals290100,005
Gild atkvæði29098,64
Auð og ógild atkvæði41,36
Heildarfjöldi atkvæða294100,00
Kjósendur á kjörskrá39574,43
Fulltrúi Atkvæði %
Ísleifur Jónasson 76 58,5
Helga B. Helgadóttir 62 47,7
Nanna Jónsdóttir 61 46,9
Þráinn Ingólfsson 56 43,1
Kristín Hreinsdóttir 40 30,8
Heildarfjöldi atkvæða 130 100,0
Kjörskrá og kjörsókn 179 72,6

Fram fór óbundin kosning. Á kjörskrá voru 179 og voru þeir allir í kjöri fyrir utan 5 sem sérstaklega höfðu skorast undan því.

Tilvísanir

breyta
 1. „Segir nauðsynlegt að breyta kosningalögum“. Ríkisútvarpið [á vefnum]. 10.04.2022, [skoðað 2022-04-11].
 2. „Fjöldi útlendinga á kjörskrá hefur þrefaldast á milli kosninga“. Fréttablaðið [á vefnum]. 5. maí 2022, [skoðað 2022-05-12].
 3. „Þeir sem græddu og þeir sem töpuðu á D’Hondt“. visir.is [á vefnum]. 30. maí 2022, [skoðað 2022-05-30].
 4. Ellefu framboð skilað inn listum í Reykjavík Vísir, sótt 8/4 2022
 5. Vinir Kópavogs bjóða fram lista í fyrsta sinn Mbl.is, sótt 15/4 2022
 6. Guðmundur Árni efstur hjá Samfylkingunni í Hafnarfirði Rúv, sótt 13. feb. 2022
 7. „Búið að mynda meirihluta í Mosfellsbæ“. Visir.is [á vefnum]. 24. maí 2022, [skoðað 2022-05-25].
 8. „Dalamenn kusu um sameiningarkosti á laugardaginn“. skessuhorn.is [á vefnum]. [skoðað 2022-05-20].
 9. „Niðurstöður skoðanakönnunar um nafn á sameinuðu sveitarfélagi“. Skagafjordur.is [á vefnum]. 15. maí 2022, [skoðað 2022-05-18].
 10. „Niðurstöður nafnakönnunar“. hunvetningur.is [á vefnum]. 14. maí 2022, [skoðað 2022-05-18].
 11. „Endurtalning hefur ekki áhrif í Húnaþingi vestra“. RÚV.is [á vefnum]. 20. maí 2022, [skoðað 2022-05-20].
 12. „M-listi samfélagsins í Norðurþingi“. Midflokkurinn.is [á vefnum]. 1. apríl 2022, [skoðað 2022-05-19].