Hofshreppur (Skagafjarðarsýslu)

(Endurbeint frá Höfðastrandarhreppur)

Hofshreppur áður Höfðastrandarhreppur var hreppur í Skagafjarðarsýslu, austan megin Skagafjarðar,[1] kenndur við kirkjustaðinn Hof á Höfðaströnd.[2]

Hofshreppur á árunum 1990-1998
Hofshreppur á árunum 1948-1990
Hofshreppur til ársins 1947

Hinn forni verslunarstaður Hofsós var gerður að sérstökum hreppi 1. janúar 1948 en sameinaður Hofshreppi á ný 10. júní 1990, ásamt Fellshreppi þar norður af. Náði Hofshreppur þar með allt norður að Fljót.[3]

Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Hofshreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.[4]

Heimildir

breyta
  1. „Hofshreppur Map, Weather and Photos - Iceland: administrative division - Lat:64 and Long:-16.8333“. www.getamap.net. Sótt 11. ágúst 2024.
  2. „Hofskirkja á Höfðaströnd“. web.archive.org. 5. mars 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. mars 2016. Sótt 11. ágúst 2024.
  3. Hjördís Erna Sigurðardóttir (2016). Örnefni, Örnefnanefnd, sameinuð sveitarfélög og bæjanöfn: Vald og saga örnefnastýringar (PDF). Háskóli Íslands.
  4. Skagafjörður. „Fróðleikur um Skagafjörð“. Skagafjörður. Sótt 2. ágúst 2024.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.