Strandabyggð
sveitarfélag á Vestfjörðum, Íslandi
Strandabyggð er sveitarfélag á Ströndum. Það varð til við sameiningu Hólmavíkurhrepps og Broddaneshrepps sem samþykkt var í atkvæðagreiðslu í apríl 2006 og tók gildi 10. júní í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna 2006.
Strandabyggð | |
---|---|
Hnit: 65°42′24″N 21°39′55″V / 65.706700°N 21.665320°V | |
Land | Ísland |
Kjördæmi | Norðvesturkjördæmi |
Þéttbýliskjarnar | Hólmavík |
Stjórnarfar | |
• Oddviti | Þorgeir Pálsson |
Flatarmál | |
• Samtals | 1.834 km2 |
• Sæti | 18. sæti |
Mannfjöldi (2024) | |
• Samtals | 414 |
• Sæti | 51. sæti |
• Þéttleiki | 0,23/km2 |
Póstnúmer | 510, 511, 512, 500 |
Sveitarfélagsnúmer | 4911 |
Vefsíða | strandabyggd |
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Strandabyggð.
Þá var einnig kosið um þrjár tillögur að nafni nýs sameinaðs sveitarfélags og var hægt að velja á milli þriggja nafna, Strandahreppur, Strandabyggð og Sveitarfélagið Strandir. Í kosningunum hlaut nafnið Strandabyggð flest atkvæði, eða 95, en margir skiluðu auðu eða ógiltu seðlana sína með því að skrifa annað nafn. Flestir sem ógiltu seðilinn með þessum hætti munu hafa skrifað nafnið Hólmavíkurhreppur.