Seyðisfjarðarhreppur

Seyðisfjarðarhreppur var hreppur í Seyðisfirði á Austfjörðum. Heyrði hann undir Norður-Múlasýslu.

Seyðisfjarðarhreppur eins og hann leit út árið 1990 fyrir sameiningu.

Á 19. öld óx upp útgerðarbær í botni fjarðarins. Fékk hann kaupstaðarréttindi sem Seyðisfjarðarkaupstaður í ársbyrjum 1895 og var skilinn frá hreppnum.

Hinn 1. apríl 1990 sameinaðist Seyðisfjarðarhreppur Seyðisfjarðarkaupstað á ný, að þessu sinni undir merkjum kaupstaðarins.

Árið 2020 varð Seyðisfjörður hluti af Múlaþingi við sameiningu sveitarfégla á svæðinu.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. „Múlaþing“, Wikipedia, frjálsa alfræðiritið, 19. febrúar 2024, sótt 24. október 2024.
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.