Grýtubakkahreppur

Grýtubakkahreppur
Staðsetning sveitarfélagsins
Kjördæmi Norðausturkjördæmi

Flatarmál
 – Samtals
42. sæti
438,1 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
56. sæti
370 (2020)
0,84/km²
Sveitarstjóri Þröstur Friðfinnsson

Þéttbýliskjarnar Grenivík (íb. 276)
Sveitarfélagsnúmer 6602
Póstnúmer 601, 610
Vefsíða sveitarfélagsins
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

Grýtubakkahreppur er sveitarfélag við austanverðan Eyjafjörð. Það nær frá Víkurskarði norður alla Látraströnd en byggð er mest í kringum Höfða og þar er sjávarþorpið Grenivík. Yfir Grenivík gnæfir fjallið Kaldbakur.

Grýtubakkahreppur tilheyrir Suður-Þingeyjarsýslu fremur en Eyjafjarðarsýslu samkvæmt hefðbundinni sýsluskiptingu landsins. Í kosningum um sameiningu sveitarfélaga sem fram fóru 8. október 2005 höfnuðu íbúar hreppsins tillögu um sameiningu allra sveitarfélaga við Eyjafjörð með miklum meirihluta, einungis 2 voru samþykkir tillögunni af þeim 256 sem greiddu atkvæði.