Skilmannahreppur
Skilmannahreppur var hreppur í sunnanverðri Borgarfjarðarsýslu, milli Hvalfjarðar og Leirárvogs. Aðalatvinnuvegur var landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 214.

Hinn 1. júní 2006 sameinaðist Skilmannahreppur Innri-Akraneshreppi, Leirár- og Melahreppi og Hvalfjarðarstrandarhreppi undir nafninu Hvalfjarðarsveit.
