Staðarhreppur (Skagafjarðarsýslu)
Staðarhreppur (áður Reynistaðarhreppur) var hreppur vestan Héraðsvatna í Skagafjarðarsýslu, kenndur við kirkjustaðinn Reynistað.[1]
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.[2]
Hreppsnefnd
breytaSíðasta hreppsnefnd Staðarhrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 28. maí 1994 og hana skipuðu Bjarni Jónsson, Helgi Jóhann Sigurðsson, Ingibjörg Hafstað, Sigmar Jóhannsson og Sigurður Baldursson.[3]
Oddvitar[4]
- 1874-1880 Jón Jónsson á Hóli
- 1880-1882 Stefán Jónasson á Páfastöðum
- 1882-1883 Björn Þorbergsson á Dúki
- 1883-1887 Jón Björnsson á Ögmundarstöðum
- 1887-1892 Árni Jónsson læknir í Glæsibæ
- 1892-1896 Jón Jónsson á Hafsteinsstöðum
- 1896-1899 Sigurjón Bergvinsson í Glæsibæ
- 1899-1901 Sigurður Jónsson á Reynisstað
- 1901-1904 Gísli Konráðsson á Skarðsá
- 1904-1916 Albert Kristjánsson á Páfastöðum
- 1916-1919 Sveinn Jónsson á Hóli
- 1919-1922 Jón Sigurðsson á Reynisstað
- 1922-1966 Arngrímur Sigurðsson í Litlu-Gröf
- 1966-1982 Sæmundur Jónsson á Bessastöðum
- 1982-1994 Þorsteinn Ásgrímsson á Varmalandi
- 1994-1998 Ingibjörg Hafstað í Vík
Heimildir
breyta- ↑ „Reynistaður - NAT ferðavísir“. 4. maí 2020. Sótt 4. ágúst 2024.
- ↑ Skagafjörður. „Fróðleikur um Skagafjörð“. Skagafjörður. Sótt 4. ágúst 2024.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 4. ágúst 2024.
- ↑ Byggðasaga Skagafjarðar II. bindi Staðarhreppur - Seyluhreppur, ritstjóri Hjalti Pálsson, bls 26
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.