Sléttuhreppur var hreppur á Hornströndum í Norður-Ísafjarðarsýslu. Hann fór í eyði 1953 og var sameinaður Ísafjarðarkaupstað 19. desember 1995.

Sléttuhreppur

Sléttuhreppur afmarkaðist af úthafinu að norðan og vestan. Að sunnan eru Ísafjarðardjúp og Jökulfirðir. Á landi liggja hreppsmörkin frá Lás, eftir nesinu milli Hesteyrarfjarðar og Veiðileysufjarðar að fjallgarði sem skilur að Jökulfirði og Hornstrandir og eftir þeim fjallgarði austur í Breiðaskarðahnúk. Þaðan liggja mörkin norður fyrir Látravík. Áður fyrr mun Látravík hafa verið hluti af Sléttuhreppi, en eftir að hún byggðist var hún talin innan Grunnavíkurhrepps[1]

Jarðir í Sléttuhreppi árið 1858:[2]

Heimildir

breyta
  1. Sléttuhreppur. Fyrrum Aðalvíkursveit. Byggð og búendur; Kristinn Kristmundsson og Þórleifur Bjarnason, 1971, Átthagafélag Sléttuhrepps. Bls. 3
  2. Skýrslur um landshagi á Íslandi, 1. Bindi (01.01.1858), Blaðsíða 714
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.