Húnavatnshreppur

Íslenskt sveitarfélag sem var til á árunum 2006 til 2022

Húnavatnshreppur var sveitarfélag í Austur-Húnavatnssýslu sem í dag er hluti af Húnabyggð.

Byggðamerki fyrrum Húnavatnshrepps.
Kort af staðsetningu Húnavatnshrepps á árunum 2006-2022.
Kort af staðsetningu Húnavatnshrepps á árunum 2004-2006.

Húnavatnshreppur varð til 1. janúar 2006 við sameiningu Bólstaðahlíðar-, Sveinsstaða-, Svínavatns- og Torfalækjarhrepps sem samþykkt var í sameiningarkosningum sveitarfélaga 20. nóvember 2004. 11. mars 2006 var svo samþykkt í kosningum í Húnavatnshreppi og Áshreppi að sameina þá undir nafni Húnavatnshrepps og gekk sú sameining í gildi 10. júní það ár að afloknum sveitarstjórnakosningum. Íbúar sveitarfélagsins samþykktu sameiningu við Blönduósbæ í sameiningarkosningum 19. febrúar 2021 og tók sú sameining gildi í kjölfar sveitarstjórnarkosninga 2022 undir merkjum Húnabyggðar.

Myndir

breyta
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.