Skarðshreppur (Skagafjarðarsýslu)

Skarðshreppur var hreppur vestan til í Skagafjarðarsýslu, kenndur við bæinn Skarð í Gönguskörðum, undir Tindastóli.[1]

Hreppurinn varð til ásamt Sauðárkrókshreppi árið 1907 þegar Sauðárhreppi var skipt í tvennt. Í Skarðshreppi voru þrjár sveitir: Yst er Reykjaströnd, undir Tindastól austanverðum. Þá eru Gönguskörð, fjalldalir sunnan Tindastóls og loks Borgarsveit, byggðarlagið sunnan Sauðárkróks.[2]

Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Skarðshreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.[3]

Hreppsnefnd

breyta

Síðasta hreppsnefnd Skarðshrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 28. maí 1994 og hana skipuðu Andrés Helgason, Jón Eiríksson, Sigrún Aadnegaard, Sigurður Guðjónsson og Úlfar Sveinsson.[4]

Oddvitar [5]

Heimildir

breyta
  1. „Sauðárkrókur“. Sauðárkrókur (bandarísk enska). 23. janúar 2012. Sótt 14. júlí 2024.
  2. „Úrskurður Óbyggðanefndar“ (PDF). 01 2013.
  3. Skagafjörður. „Fróðleikur um Skagafjörð“. Skagafjörður. Sótt 14. júlí 2024.
  4. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 14. júlí 2024.
  5. Byggðasaga Skagafjarðar I. bindi Skefilsstaðahreppur - Skarðshreppur, ritstjóri Hjalti Pálsson, bls 190
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.