Hvalfjarðarsveit er sveitarfélag við norðanverðan Hvalfjörð á Vesturlandi.

Hvalfjarðarsveit
Séð yfir Hvalfjörð
Séð yfir Hvalfjörð
Skjaldarmerki Hvalfjarðarsveitar
Staðsetning Hvalfjarðarsveitar
Staðsetning Hvalfjarðarsveitar
Hnit: 64°17′45″N 21°55′30″V / 64.2959°N 21.9251°V / 64.2959; -21.9251
LandÍsland
KjördæmiNorðvesturkjördæmi
ÞéttbýliskjarnarMelahverfi
Stjórnarfar
 • SveitarstjóriLinda Björk Pálsdóttir
Flatarmál
 • Samtals481 km2
 • Sæti34. sæti
Mannfjöldi
 (2024)
 • Samtals727
 • Sæti41. sæti
 • Þéttleiki1,51/km2
Póstnúmer
301
Sveitarfélagsnúmer3511
Vefsíðahvalfjardarsveit.is

Sveitarfélagið varð til við sameiningu Hvalfjarðarstrandarhrepps, Innri-Akraneshrepps, Leirár- og Melahrepps og Skilmannahrepps sem samþykkt var í atkvæðagreiðslu þann 20. nóvember 2004 en tók ekki gildi fyrr en í kjölfar sveitarstjórnakosninganna 2006.[1]

Staðhættir

breyta

Stærsti þéttbýlisstaður í Hvalfjarðarsveit er Melahverfi með 111 íbúa þann 1. janúar 2016.[2] Iðnaðarhverfið á Grundartanga er við utanverðan Hvalfjörð.

Hvalfjörður, Faxaflói og Borgarfjörður mynda suður- og vesturmörk sveitarfélagsins. Hvalfjarðarsveit liggur einnig að Kjósarhreppi í suðaustri, Akraneskaupstað í vestri, Borgarbyggð og Skorradalshreppi í norðri ásamt Bláskógabyggð upp til heiða í austri.[3]

Til áberandi fjalla í sveitinni teljast (frá vestri til austurs) Akrafjall, Hafnarfjall, Skarðsheiði, Botnsheiði, Hvalfell, Botnssúlur og Kvígindisfell. Með stærri vötnum teljast Eiðisvatn og Hólmavatn á milli Hvalfjarðar og Leirárvogs, einnig Eyrarvatn, Þórisstaðavatn (einnig þekkt sem Glammastaðavatn) og Geitabergsvatn í Svínadal og eitt dýpsta vatn Íslands,[4] Hvalvatn ofan Botnsdals. Hæsti foss Íslands, Glymur, er í Botnsá sem rennur í Hvalfjarðarbotn úr Hvalvatni.[3]

Hringvegurinn liggur um Hvalfjarðarsveit, á um 30 kílómetra kafla á milli Hvalfjarðarganga og Borgarness.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. „Sameining sveitarfélaga sunnan Skarðsheiðar“. Velferðarráðuneytið. Sótt 11. maí 2016.
  2. „Mannfjöldi eftir byggðakjörnum, kyni og aldri 2011-2016“. Hagstofa Íslands. Sótt 11. maí 2016.
  3. 3,0 3,1 3,2 „Kortasjá Landmælinga Íslands“. Landmælingar Íslands. Sótt 11. maí 2016.
  4. „Hver eru dýpstu stöðuvötn á Íslandi?“. Vísindavefurinn. Sótt 11. maí 2016.