Sandvíkurhreppur
(Endurbeint frá Kaldnesingahreppur)
Sandvíkurhreppur var hreppur í vestanverðum Flóa í Árnessýslu, kenndur við Sandvíkurbæina í miðjum hreppnum.
Hreppurinn hét Kaldnesingahreppur til forna, þá kenndur við bændur í Kaldaðarnesi.
Seint á 19. öld fór þorp að myndast á Selfossi, sem þá tilheyrði hreppnum. Hinn 1. janúar 1946 var bærinn skilinn frá Sandvíkurhreppi og gerður að sérstökum hreppi, Selfosshreppi, ásamt nánasta umhverfi sínu. Hinn 7. júní 1998 sameinuðust Selfoss og Sandvíkurhreppur á ný, ásamt Eyrarbakkahreppi og Stokkseyrarhreppi undir merkjum sveitarfélagsins Árborgar.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.