Eyjafjallasveit
Eyjafjallasveit var hreppur í austanverðri Rangárvallasýslu, milli Markarfljóts og Jökulsár á Sólheimasandi.
Hreppnum var skipt í tvennt árið 1871, í Vestur- og Austur-Eyjafjallahrepp. Lágu hin nýju hreppamörk um Holtsós og Steinafjall. Frá 2002 hefur sveitin verið hluti Rangárþings eystra.
