Húnaþing vestra
Húnaþing vestra er sveitarfélag við Húnaflóa. Það var stofnað 7. júní 1998 við sameiningu allra hinna 7 gömlu hreppa Vestur-Húnavatnssýslu. Þeir voru: Staðarhreppur, Fremri-Torfustaðahreppur, Ytri-Torfustaðahreppur, Kirkjuhvammshreppur, Hvammstangahreppur, Þverárhreppur og Þorkelshólshreppur. Hinn 1. janúar 2012 sameinaðist sveitarfélagið Bæjarhreppi en hefur áfram nafnið Húnaþing vestra.
Húnaþing vestra | |
---|---|
Sveitarfélag | |
![]() Merki | |
![]() Staðsetning | |
Kjördæmi | Norðvesturkjördæmi |
Flatarmál – Samtals | 11. sæti 3.023 km² |
Mannfjöldi – Samtals – Þéttleiki | 33. sæti 1.258 (2023) 0,42/km² |
Sveitarstjóri | Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir |
Þéttbýliskjarnar | Hvammstangi (íb. 653) Laugarbakki (íb. <50) |
Sveitarfélagsnúmer | 5508 |
Póstnúmer | 500, 530, 531 |
www |
Húnaþing vestra einkennist af fjörðunum þremur; Hrútafirði og Miðfirði, sem eftir sameininguna við Bæjarhrepp eru báðir að öllu leyti í Húnaþingi vestra, og Húnafirði, en vesturhluti hans er í sveitarfélaginu. Á milli þeirra eru nesin Heggstaðanes og Vatnsnes. Helsti þéttbýlisstaður sveitarfélagsins er Hvammstangi en smáþorp eða vísi að þorpum er einnig að finna á Laugabakka, Reykjum í Hrútafirði og á Borðeyri.
Aðalatvinnuvegir svæðisins er landbúnaður og sjávarútvegur.