Lýtingsstaðahreppur
Lýtingsstaðahreppur er forn hreppur í innanverðum Skagafirði, vestan Héraðsvatna,[1] kenndur við bæinn Lýtingsstaði í Tungusveit.[2] Hreppurinn náði frá bænum Krithóli,[3] skammt sunnan Vatnsskarðs, allt suður að vatnaskilum á hálendinu þar sem skiptir milli norður- og suðurlands.
Margar sveitir voru innan Lýtingsstaðahrepps, Efribyggð og Neðribyggð eru vestan Svartár en norðan Mælifellshnjúks, undir Hamraheiði nefndist áður Fremribyggð. Austan Svartár og suður að bænum Tunguhálsi heitir Tungusveit og sunnan við hana tekur við Vesturdalur. Vestan Vesturdals er Svartárdalur en austan Vesturdals er Austurdalur sem reyndar er að mestu í Akrahreppi en þó var bærinn Bústaðir í Lýtingsstaðahreppi. Við Héraðsvötn, gegnt Úlfsstöðum, Kúskerpi og Uppsölum í Blönduhlíð nefnist Dalspláss.
Landbúnaður er helsta atvinnugreinin á svæðinu en ýmsir hafa einnig atvinnu af þjónustu og dálítið þéttbýli hefur myndast á tveimur stöðum innan hins forna hrepps, á Varmalæk á Neðribyggð og á Steinsstöðum í Tungusveit. Jarðhiti er á nokkrum stöðum í hreppnum.
Kirkjur eru á Reykjum, á Mælifelli[4] og í Goðdölum.
Hinn 6. júní 1998 sameinaðist hreppurinn 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.[5]
Hreppsnefnd
breytaSíðasta hreppsnefnd Lýtingsstaðahrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 28. maí 1994 og hana skipuðu Björn Ófeigsson, Elín Sigurðardóttir, Eyjólfur Pálsson, Indriði Stefánsson og Rósa Björnsdóttir.[6]
Oddvitar [7]
- 1874-1876 Ólafur Guðmundsson í Litladalskoti
- 1876-1877 Indriði Árnason á Ýrafelli
- 1877-1883 Séra Zophanías Halldórsson í Goðdölum
- 1873-1884 Indriði Árnason á Ýrafelli
- 1884-1887 Árni Einarsson í Hamarsgerði
- 1887-1889 Indriði Árnason á Ýrafelli
- 1889-1892 Pálmi Pétursson á Skíðastöðum
- 1892-1895 Árni Einarsson á Nautabúi
- 1895-1898 Páll Ólafsson í Litladalskoti
- 1898-1907 Árni Einarsson á Reykjum
- 1907-1920 Ólafur Briem á Álfgerisvöllum
- 1920-1938 Tómas Pálsson á Bústöðum
- 1938-1946 Guðmundur Eiríksson á Breið
- 1946-1958 Guðjón Jónsson á Tunguhálsi
- 1958-1970 Björn Egilsson á Sveinsstöðum
- 1970-1982 Marinó Sigurðsson á Álfgerisvöllum
- 1982-1987 Sigurður Sigurðsson á Brúnastöðum
- 1987-1998 Elín Sigurðardóttir í Sölvanesi
Heimildir
breyta- ↑ „Lytingsstadahreppur (Lytingsstadhahreppur) Map, Weather and Photos - Iceland: administrative division - Lat:65.4 and Long:-19.2“. www.getamap.net. Sótt 11. ágúst 2024.
- ↑ „Lytingsstaðir Icelandic Horse Farm“. Icelandictimes.com (bandarísk enska). Sótt 11. ágúst 2024.
- ↑ „Kritholl Map, Weather and Photos - Iceland: farm - Lat:65.5167 and Long:-19.45“. www.getamap.net. Sótt 11. ágúst 2024.
- ↑ „Mælifellskirkja - NAT ferðavísir“. 26. maí 2020. Sótt 11. ágúst 2024.
- ↑ Skagafjörður. „Fróðleikur um Skagafjörð“. Skagafjörður. Sótt 11. ágúst 2024.
- ↑ Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 11. ágúst 2024.
- ↑ Byggðasaga Skagafjarðar III. bindi Lýtingsstaðahreppur, ritstjóri Hjalti Pálsson, bls 43