Neshreppur utan Ennis

Neshreppur utan Ennis var hreppur í Snæfellsnessýslu, yst á norðanverðu nesinu. Hreppurinn varð til ásamt Neshreppi innan Ennis þegar Neshreppi var skipt í tvennt á 19. öld. Hinn 11. júní 1994 sameinaðist Neshreppur utan Ennis Ólafsvíkurkaupstað, Breiðuvíkurhreppi og Staðarsveit undir nafninu Snæfellsbær.

Neshreppur utan Ennis

Neshrepp var skipt í tvennt á 19. öld, í Neshrepp innan Ennis og Neshrepp utan Ennis. Í Neshreppi utan Ennis voru Rif, Hellissandur og Gufuskálar.


  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.