Kirkjubæjarhreppur
Kirkjubæjarhreppur var hreppur í Vestur-Skaftafellssýslu, kenndur við Kirkjubæjarklaustur (áður Kirkjubær) á Síðu.
Hreppurinn varð til úr vestari hluta Kleifahrepps þegar þeim hreppi var skipt í tvennt árið 1892, en eystri hlutinn varð að Hörgslandshreppi.
Hinn 10. júní 1990 sameinaðist Kirkjubæjarhreppur Álftavershreppi, Leiðvallarhreppi, Skaftártunguhreppi og Hörgslandshreppi undir nafninu Skaftárhreppur.
