Hólahreppur var hreppur austan til í Skagafjarðarsýslu,[1] kenndur við hið forna biskupssetur Hóla í Hjaltadal.[2]

Hólahreppur

Hólahreppur náði yfir tvo byggða dali: Hjaltadal og Kolbeinsdal, sá síðarnefndi er að mestu kominn í eyði.

Hinn 6. júní 1998 sameinaðist Hólahreppur 10 öðrum sveitarfélögum í Skagafirði: Skefilsstaðahreppi, Sauðárkrókskaupstað, Skarðshreppi, Staðarhreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Rípurhreppi, Viðvíkurhreppi, Hofshreppi og Fljótahreppi, og mynduðu þau saman sveitarfélagið Skagafjörð.[3]

Hreppsnefnd

breyta

Síðasta hreppsnefnd Hólahrepps var kosin í hreppsnefndarkosningunum 28. maí 1994 og hana skipuðu Bryndís Bjarnadóttir, Einar Svansson, Gunnar Guðmundsson, Sverrir Magnússon og Valgeir Bjarnason.[4]

Oddvitar [5]

Heimildir

breyta
  1. „Holahreppur Map, Weather and Photos - Iceland: administrative division - Lat:65.65 and Long:-19“. www.getamap.net. Sótt 11. ágúst 2024.
  2. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 11. ágúst 2024.
  3. Skagafjörður. „Fróðleikur um Skagafjörð“. Skagafjörður. Sótt 11. ágúst 2024.
  4. Háskólabókasafn, Landsbókasafn Íslands-. „Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 11. ágúst 2024.
  5. Byggðasaga Skagafjarðar VI. bindi Hólahreppur, ritstjóri Hjalti Pálsson, bls 46
   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.