Sveitarfélagið Garður

Sveitarfélagið Garður (áður Gerðahreppur) var sveitarfélag á nyrsta odda Reykjanesskagans, á innanverðu Miðnesi, en það sameinaðist Sandgerði þann 10. júní 2018[1]. Sameinaða sveitarfélagið heitir Suðurnesjabær.

Byggðamerki fyrrum sveitarfélagsins Garðs
Staðsetning fyrrum sveitarfélagsins Garðs
Garður, 2018

Gerðahreppur var stofnaður 15. júní 1908 við seinni uppskiptingu Rosmhvalaneshrepps. Hinn hlutinn, sem tilheyrði Keflavíkurkauptúni, sameinaðist Njarðvíkurhreppi og varð að Keflavíkurhreppi.

Skjaldarmerki sveitarfélagsins var mynd af vitunum tveimur á Garðskaga. Á Garðskaga var reist fyrsta leiðarmerki fyrir sæfarendur á Íslandi og var það hlaðin grjótvarða á ströndinni. Síðar var sett á hana ljósmerki. Fyrsti eiginlegi vitinn var hins vegar reistur á Reykjanesi.

Gerðaskóli er einn elsti starfandi barnaskóli á landinu, stofnaður 1872 af séra Sigurði B. Sívertsen, sem var prestur á Útskálum í rúmlega hálfa öld. Hann átti einnig frumkvæði að byggingu núverandi Útskálakirkju árið 1861 og tók saman Suðurnesjaannál.

Björgunarsveitin Ægir var stofnuð 1935 og Knattspyrnufélagið Víðir í Garði var stofnað 1936.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


TilvísanirBreyta

  1. Sand­gerði og Garður sam­ein­astMbl.is. Skoðað 17. nóv, 2017.