Fjallabyggð

sveitarfélag á Tröllaskaga, Norðurlandi eystra, Íslandi

Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga á Íslandi. Sveitarfélagið varð til 11. júní 2006 við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar, að afstöðnum sveitarstjórnarkosningum 2006.

Fjallabyggð
Sveitarfélag
Ólafsfjardarkirkja2010.JPG
Ólafsfjarðarkirkja
Fjallabyggð Loc.svg
Staðsetning Fjallabyggðar
Hnit: 66°09′07″N 18°54′32″V / 66.152°N 18.909°V / 66.152; -18.909
KjördæmiNorðausturkjördæmi
Flatarmál
– Samtals
40. sæti
364 km²
Mannfjöldi
– Samtals
Þéttleiki
24. sæti
1.977 (2023)
5,43/km²
BæjarstjóriElías Pétursson
ÞéttbýliskjarnarÓlafsfjörður
Siglufjörður
Sveitarfélagsnúmer6250
Póstnúmer580, 625
fjallabyggd.is

Forsenda fyrir sameiningu bæjanna var að ráðist yrði í gerð Héðinsfjarðarganga sem eru nú orðin að veruleika. Héðinsfjarðargöng og vegspottarnir sem tengjast göngunum eru um 17 kílómetrar. Stysta leiðin á milli þessa tveggja bæja áður en göngin komu voru 62 km löng um Lágheiði, fært um sumartímann og 234 km yfir Öxnadalsheiði þegar Lágheiði er ófær.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist