Borgarfjarðarhreppur

Borgarfjarðarhreppur var sveitarfélag á Austurlandi, hið nyrsta á Austfjörðum. Það dró nafn sitt af Borgarfirði eystra, og náði auk þess yfir Njarðvík og Víkur, þ.e., Brúnavík, Breiðuvík og Húsavík, auk Loðmundarfjarðar, sem bættist við 1. janúar 1973 þegar Loðmundarfjarðarhreppur var sameinaður Borgarfjarðarhreppi. Borgarfjarðarhreppur sameinaðist í stærra sveitarfélag árið 2020; Múlaþing.

Borgarfjarðarhreppur eins og hann leit út á árunum 1973-2020.

Vegurinn til Borgarfjarðar liggur um Vatnsskarð til Njarðvíkur, og þaðan um Njarðvíkurskriður til Borgarfjarðar. Í skriðunum hefur öldum saman verið trékross, ferðamönnum til halds og trausts.

Eitt þekktasta kennileiti sveitarfélagins eru Dyrfjöll á vesturmörkum þess. Svæðið vinsælt göngusvæði á sumrin.

Bakkagerði breyta

 
Lindarbakki í Bakkagerði

Eilítið þorp er í Borgarfirði. Það heitir Bakkagerði, en er í daglegu tali kallað Borgarfjörður eystri. Þar búa um 100 manns.

Skammt innan við þorpið er Álfaborgin, sem samkvæmt þjóðsögum er bústaður huldufólks.

Listmálarinn kunni, Jóhannes Sveinsson Kjarval, ólst upp í Geitavík í Borgarfirði. Síðar málaði hann mikið á þessum slóðum. Í kirkjunni í Bakkagerði er altaristafla eftir hann. Hún sýnir Jesú flytja fjallræðuna. Hann stendur á Álfaborginni og má meðal áheyrenda þekkja gamla Borgfirðinga.

Í Bakkagerði er iðnfyrirtækið Álfastein, sem framleiðir skraut og nytjahluti úr íslensku grjóti.

Tenglar breyta

   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.