Bólstaðarhlíðarhreppur

Bólstaðarhlíðarhreppur er hluti af sveitarfélaginu Húnabyggð í dag. Hreppurinn staðsetur í Austur-Húnavatnssýslu var sjálfstæður fram til ársloka 2005. Aðalatvinnuvegur þar er helst landbúnaður. Fólksfjöldi 1. desember 2005 var 115. Hreppurinn náði yfir Blöndudal austan Blöndu, fremri hluta Langadals og Laxárdals og allan Svartárdal. Fremst í Svartárdal er Stafnsrétt, þangað sem rekið er fé af Eyvindarstaðaheiði. Yst í Svartárdal er félagsheimilið Húnaver, vígt 1957. Fyrir tæpum 90 árum (1924) var stofnaður í sveitinni Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps sem æfði í fyrstu til skiptis á bæjunum en æfir nú í Húnaveri.

Bólstaðarhlíðarhreppur

Hinn 1. janúar 2006 sameinaðist Bólstaðarhlíðarhreppur Áshreppi, Sveinsstaðahreppi, Svínavatnshreppi og Torfalækjarhreppi og er hið nýja sveitarfélag var kallað Húnavatnshreppur.