Akranes

(Endurbeint frá Akraneskaupstaður)

Hnit: 64°19′01″N 22°05′00″V / 64.3170°N 22.0833°V / 64.3170; -22.0833

Akraneskaupstaður
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Kjördæmi Norðvesturkjördæmi

Flatarmál
 – Samtals
71. sæti
9,0 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
9. sæti
7.534 (2020)
837,11/km²
Bæjarstjóri Sævar Freyr Þráinsson

Þéttbýliskjarnar Akranes
Sveitarfélagsnúmer 3000
Póstnúmer 300
Vefsíða sveitarfélagsins

Akraneskaupstaður er kaupstaður á Skipaskaga á Vesturlandi og var áður kallaður Skipaskagi, enn í daglegu tali Skaginn. Þar bjuggu 6.754 manns þann 1. desember 2015.

Akranes, loftmynd.
Langisandur og Akrafjallið í bakgrunn

Akranes heitir í raun allt nesið milli Hvalfjarðar og Leirárvoga og trónir Akrafjall á því miðju. Nesið skiptist frá fornu fari milli tveggja hreppa: Akraneshrepps að sunnan og vestan og Skilmannahrepps norðan og austan. Á 19. öld fór að myndast þéttbýli í kringum sjósókn og verslun á Skipaskaga yst á nesinu. Árið 1885 var ákveðið að skipta Akraneshreppi í tvennt vegna hinna ólíku hagsmuna þéttbýlisins og sveitarinnar. Varð kauptúnið og næsta nágrenni þess að Ytri-Akraneshreppi en sveitin inn með Akrafjalli að Innri-Akraneshreppi. Ytri-Akraneshreppur hlaut kaupstaðarréttindi árið 1942 og hét eftir það Akraneskaupstaður.

Enn í dag er sjávarútvegur mikilvægasti atvinnuvegur bæjarins en verslun er einnig mikilvæg svo og iðnaður. Í bænum er sementsverksmiðja sem starfrækt hefur verið síðan á 6. áratug 20. aldar og á Grundartanga skammt frá bænum er álver sem starfað hefur síðan 1998.

Knattspyrna hefur lengi verið í hávegum höfð á Akranesi og lið bæjarins, ÍA, hefur löngum verið í fremstu röð á Íslandi.

Hvalfjarðargöngin sem vígð voru 1998 voru mikil samgöngubót fyrir Akranes og styttu verulega akstursleiðina til Reykjavíkur. Með tilkomu þeirra hætti Akraborgin siglingum sínum milli Reykjavíkur og Akraness.SkólarBreyta

Á Akranesi eru leikskólar, grunnskólar og framhaldsskóli.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist