Akranes
Akraneskaupstaður er kaupstaður á Skipaskaga á Vesturlandi og var áður kallaður Skipaskagi, enn í daglegu tali Skaginn. Þar bjuggu 7.948 í nóvember 2022.
Akraneskaupstaður | |
---|---|
Hnit: 64°19′01″N 22°05′00″V / 64.3170°N 22.0833°V | |
Land | Ísland |
Kjördæmi | Norðvesturkjördæmi |
Þéttbýliskjarnar | Akranes |
Stjórnarfar | |
• Bæjarstjóri | Sævar Freyr Þráinsson |
Flatarmál | |
• Samtals | 9 km2 |
• Sæti | 60. sæti |
Mannfjöldi (2024) | |
• Samtals | 8.071 |
• Sæti | 9. sæti |
• Þéttleiki | 896,78/km2 |
Póstnúmer | 300 |
Sveitarfélagsnúmer | 3000 |
Vefsíða | akranes |
Akranes heitir í raun allt nesið milli Hvalfjarðar og Leirárvoga og trónir Akrafjall á því miðju. Nesið skiptist frá fornu fari milli tveggja hreppa: Akraneshrepps að sunnan og vestan og Skilmannahrepps norðan og austan. Á 19. öld fór að myndast þéttbýli í kringum sjósókn og verslun á Skipaskaga yst á nesinu. Árið 1885 var ákveðið að skipta Akraneshreppi í tvennt vegna hinna ólíku hagsmuna þéttbýlisins og sveitarinnar. Varð kauptúnið og næsta nágrenni þess að Ytri-Akraneshreppi en sveitin inn með Akrafjalli að Innri-Akraneshreppi. Ytri-Akraneshreppur hlaut kaupstaðarréttindi árið 1942 og hét eftir það Akraneskaupstaður.
Enn í dag er sjávarútvegur mikilvægasti atvinnuvegur bæjarins en verslun er einnig mikilvæg svo og iðnaður. Í bænum er sementsverksmiðja sem starfrækt hefur verið síðan á 6. áratug 20. aldar og á Grundartanga skammt frá bænum er álver sem starfað hefur síðan 1998.
Knattspyrna hefur lengi verið í hávegum höfð á Akranesi og lið bæjarins, ÍA, hefur löngum verið í fremstu röð á Íslandi.
Hvalfjarðargöngin sem vígð voru 1998 voru mikil samgöngubót fyrir Akranes og styttu verulega akstursleiðina til Reykjavíkur. Með tilkomu þeirra hætti Akraborgin siglingum sínum milli Reykjavíkur og Akraness.
Skólar
breytaÁ Akranesi eru leikskólar, grunnskólar og framhaldsskóli.
Myndir
breyta-
Langisandur og Akrafjallið í bakgrunn
-
Akranes um 1900.
Tenglar
breyta- Frjálst kort af Akranesi búið til af OpenStreetMap verkefninu
- Loftmynd á Google Maps
- Heimasíða Akraneskaupstaðar
- Safnasvæðið á Akranesi
- Akranes = Skipasagi; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1927
- Örnefni á Akranesi; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1942
- Um örnefni á Akranesi (svargrein); grein í Lesbók Morgunblaðsins 1942