Helgustaðahreppur
Helgustaðahreppur var hreppur á Austfjörðum í Suður-Múlasýslu. Lá hann norðan megin Reyðarfjarðar, utan Eskifjarðar, kenndur við bæinn Helgustaði.

Hreppurinn var stofnaður árið 1907 þegar Reyðarfjarðarhreppi var skipt í þrennt. Hinn 1. janúar 1988 sameinaðist Helgustaðahreppur Eskifjarðarkaupstað. Frá 1998 hefur hann verið hluti Fjarðabyggðar.
