Flateyrarhreppur
Flateyrarhreppur var hreppur í Vestur-Ísafjarðarsýslu, kenndur við Flateyri við Önundarfjörð.
Hreppurinn varð til árið 1922 þegar Mosvallahreppi var skipt í tvennt. Hinn 1. júní 1996 sameinaðist Flateyrarhreppur 5 öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum: Ísafjarðarkaupstað, Mosvallahreppi, Mýrahreppi, Suðureyrarhreppi og Þingeyrarhreppi, undir nafninu Ísafjarðarbær.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.