Langadalsströnd
Langadalsströnd heitir landsvæðið við norðanvert Ísafjarðardjúp að Kaldalóni. Norðan við svæðið er Snæfjallaströnd.
Nú eru tveir bæir í byggð sem tilheyra Langadalsströnd, Skjaldfönn og Laugaland. Þeir eru báðir í Skjaldfannardal, sem gengur til austurs frá ströndinni, sunnan við Kaldalón. Kirkjur eru á Nauteyri og Melgraseyri.
Nauteyrarhreppur náði áður yfir allt svæðið en er nú hluti Strandabyggð.