Reykdælahreppur var hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu. Náði hann frá Skjálfandafljóti að vestan, yfir Reykjadal ofan Vestmannsvatns og mestan hluta Laxárdals.

Reykdælahreppur

Hreppurinn varð til undir lok 19. aldar þegar Helgastaðahreppi var skipt í tvennt, í Reykdælahrepp og Aðaldælahrepp.

Hinn 9. júní 2002 sameinaðist Reykdælahreppur Hálshreppi, Ljósavatnshreppi og Bárðdælahreppi undir nafninu Þingeyjarsveit.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.