Kirkjuhvammshreppur

Kirkjuhvammshreppur var hreppur í Vestur-Húnavatnssýslu, kenndur við bæinn Kirkjuhvamm á Vatnsnesi.

Kirkjuhvammur er aðeins örstutt norður af Hvammstanga

Þorpið Hvammstangi var innan hreppsins framan af, en það var gert að sérstökum hreppi 1. júlí 1938.

Hinn 7. júní 1998 sameinaðist Kirkjuhvammshreppur hinum 6 hreppum sýslunnar: Staðarhreppi, Fremri-Torfustaðahreppi, Ytri-Torfustaðahreppi, Hvammstangahreppi, Þverárhreppi og Þorkelshólshreppi undir nafninu Húnaþing vestra.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.