Flóahreppur
Flóahreppur | |
![]() | |
Kjördæmi | Suðurkjördæmi
|
Flatarmál – Samtals |
44. sæti 289 km² |
Mannfjöldi – Samtals – Þéttleiki |
40. sæti 690 (2021) 2,39/km² |
Sveitarstjóri | Eydís Þ. Indriðadóttir
|
Þéttbýliskjarnar | Enginn |
Sveitarfélagsnúmer | 8722 |
Póstnúmer | 801 |
Vefsíða sveitarfélagsins |
Flóahreppur er hreppur í austanverðum Flóa. Afmarkast hann af Árborg í vestri, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Hvítá í norðri, Þjórsá í austri og Atlantshafi í suðri. Þetta er fjölmennasta sveitarfélag landsins án byggðarkjarna.
Hreppurinn varð til 10. júní 2006 við sameiningu þriggja hreppa; Hraungerðishrepps, Villingaholtshrepps og Gaulverjabæjarhrepps.