Ljósavatnshreppur
Ljósavatnshreppur var hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu, kenndur við kirkjustaðinn Ljósavatn. Hreppurinn náði lengst af yfir tvær sveitir meðfram Skjálfandafljóti: Köldukinn og Bárðardal, en árið 1907 var honum skipt í tvennt og varð þá syðri hlutinn að Bárðdælahreppi, en sá nyrðri hét áfram Ljósavatnshreppur. Afmarkaðist hann af Skjálfandafljóti að austan og hátindum Kinnar- og Víknafjalla að vestan.
Hinn 9. júní 2002 sameinaðist Ljósavatnshreppur Bárðdælahreppi, Hálshreppi og Reykdælahreppi undir nafninu Þingeyjarsveit.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.