Hvammshreppur (V-Skaftafellssýslu)
Hvammshreppur var hreppur sunnan Mýrdalsjökuls, vestan til í Vestur-Skaftafellssýslu, kenndur við bæinn Hvamm.

Hreppurinn varð til árið 1887 úr eystri hluta Dyrhólahrepps þegar þeim hreppi var skipt í tvennt. Lágu hin nýju hreppamörk um Dyrhólaós, Brandslæk og Búrfell. Hrepparnir tveir sameinuðust á ný 1. janúar 1984, þá undir nafninu Mýrdalshreppur.
