Arnarneshreppur
Þessi grein inniheldur engar heimildir. Vinsamlegast hjálpaðu til við að bæta þessa grein með því að bæta við tilvísunum í áreiðanlegar heimildir. Efni sem ekki styðst við heimildir gæti verið fjarlægt. |
Arnarneshreppur (hét áður Hvammshreppur) var hreppur vestan megin í Eyjafirði sem sameinaðist Hörgárbyggð undir nafninu Hörgársveit árið 2010. Hreppurinn var kenndur við bæinn Arnarnes á Galmaströnd. Fyrr á öldum var Arnarneshreppur mun víðlendari, náði yfir alla Árskógsströnd og Þorvaldsdal, en árið 1911 var honum skipt í tvennt og varð nyrðri hlutinn að Árskógshreppi.
Hreppurinn var dreifbýll og byggði aðallega á landbúnaði en lítið þorp er á Hjalteyri þaðan sem útgerð var nokkur á fyrri hluta 20. aldar. Stór síldarverksmiðja var reist þar á þeim tíma en hún hefur staðið ónotuð síðan 1966 fyrir utan að litlum hluta hennar var breitt í samkomusal snemma á 21 öldinni. Í umræðu um mögulegt álver í Eyjafirði var gert ráð fyrir að það myndi rísa á Dysnesi eða Gilsbakka skammt sunnan Hjalteyrar.[heimild vantar]
Sameinað sveitarfélag Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar
breytaÞann 20. mars 2010 var sameining Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar síðan samþykkt í kosningum. Á kjörskrá í Arnarneshreppi voru 126, þar af kusu 100. Á kjörskrá í Hörgárbyggð voru 309, þar af kusu 162. Í Arnarneshreppi greiddu 57 atkvæði með sameiningunni og 40 greiddu atkvæði gegn henni. Í Hörgárbyggð greiddu 149 (92%) atkvæði með sameiningunni og 12 (7%) greiddu atkvæði gegn henni. Sameining sveitarfélaganna var því samþykkt og tók gildi 12. júní 2010.