Stöðvarhreppur
Stöðvarhreppur var hreppur við Stöðvarfjörð á Austfjörðum. Hann var áður hluti Breiðdalshrepps, en var gerður að sérstökum hreppi árið 1905, eftir að kauptún var tekið að myndast á Kirkjubóli norðan fjarðarins.
Hinn 1. október 2003 sameinaðist Stöðvarhreppur Búðahreppi undir nafninu Austurbyggð.
Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.