Aðaldælahreppur var hreppur við Skjálfandaflóa. Hreppurinn varð til undir lok 19. aldar þegar Helgastaðahreppi var skipt í tvennt, í Aðaldælahrepp og Reykdælahrepp. Í kjölfar atkvæðagreiðslu þann 26. apríl 2008 sameinaðist hreppurinn nágrannasveitarfélaginu Þingeyjarsveit.

Staðsetning fyrrum Aðaldælahrepps.
  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.