Borgarfjarðarsveit
Borgarfjarðarsveit var sveitarfélag inn af Borgarfirði. Það varð til 7. júní 1998 við sameiningu 4 hreppa: Andakílshrepps, Hálsahrepps, Reykholtsdalshrepps og Lundarreykjadalshrepps.

Borgarfjarðarsveit var 270 km² að stærð og íbúar 732 talsins (1. desember 2005). Aðalatvinnuvegir eru landbúnaður, ferðaþjónusta og önnur þjónustustörf.
Hinn 10. júní 2006 sameinaðist Borgarfjarðarsveit Borgarbyggð, Hvítársíðuhreppi og Kolbeinsstaðahreppi undir merkjum Borgarbyggðar.
