Skaftárhreppur

sveitarfélag á Suðurlandi, Íslandi

Skaftárhreppur er sveitarfélag sem nær yfir alla Vestur-SkaftafellssýsluMýrdalshreppi undanskildum. Hreppurinn varð til 10. júní 1990 við sameiningu 5 hreppa: Álftavershrepps, Leiðvallarhrepps, Skaftártunguhrepps, Kirkjubæjarhrepps og Hörgslandshrepps.

Skaftárhreppur
Sveitarfélag

Staðsetning Skaftárhrepps
Hnit: 63°47′20″N 18°03′14″V / 63.789°N 18.054°V / 63.789; -18.054
KjördæmiSuðurkjördæmi
Flatarmál
– Samtals
3. sæti
6.943 km²
Mannfjöldi
– Samtals
Þéttleiki
43. sæti
680 (2023)
0,1/km²
SveitarstjóriSandra Brá Jóhannsdóttir
ÞéttbýliskjarnarKirkjubæjarklaustur
Sveitarfélagsnúmer8509
Póstnúmer880
klaustur.is

Þéttbýlið Kirkjubæjarklaustur stendur við Skaftá og þar er hægt að finna markverða staði eins og Systrafoss, Systrastapa og Stjórnarfoss. Hreppurinn einkennist af landbúnaði og að þar rann eitt víðfeðmasta hraun landsins úr Lakagígum á 18. öld.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.