Kjósarhreppur

sveitarfélag á höfuðborgarsvæði Íslands

Kjósarhreppur er sveitarfélag á Vesturlandi. Stundum er talað um Kjósina sem „sveit í borg“ vegna nálægðarinnar við Reykjavík. Aðalatvinnuvegur er landbúnaður.

Kjósarhreppur
Sveitarfélag
Laxá í Hvalfirði.jpg
Laxá í Hvalfirði
Kjosarhreppur skjaldamerki.jpg
Merki
Kjósarhreppur Loc.svg
Staðsetning Kjósarhrepps
Hnit: 64°20′29.8″N 21°35′33.4″V / 64.341611°N 21.592611°A / 64.341611; 21.592611
KjördæmiSuðvesturkjördæmi
Flatarmál
– Samtals
42. sæti
284 km²
Mannfjöldi
– Samtals
Þéttleiki
54. sæti
285 (2023)
1/km²
SveitarstjóriKarl Magnús Kristjánsson
ÞéttbýliskjarnarEngir
Sveitarfélagsnúmer1606
Póstnúmer276
kjos.is

Kjósarhreppur er 302 ferkílómetra að stærð og liggur í norðanverðri Kjósarsýslu. Hreppurinn liggur að Reykjavík, Bláskógabyggð og Hvalfjarðarsveit.

Íbúar í KjósarhreppiBreyta

Íbúar Kjósarhrepps voru 450 um aldamót 19. og 20. aldar en voru 250 árið 2021. Börn í hreppnum sækja Klébergsskóla á Kjalarnesi. Félagsheimilið Félagsgarður er leigt út til veisluhalda. Ásgarður gamli barnaskólinn hýsir skrifstofu hreppsins. Um 600 frístundahús eru í hreppnum. Samkvæmt jarðarskrá 2005 eru 47 jarðir skráðar í Kjósarhrepp og þar af eru 37 í ábúð. Á 27 bújörðum er jarðareigandi ábúandi.

Fjöll, hálsar og heiðarBreyta

Í hreppnum er norðanverð Esjan, norðanverðir Móskarðahnúkar og norðanvert Skálafell, Kjölur, Kjósarheiði, Botnssúlur (sunnanhluti fjallaklasans), sunnan- og vestanvert Múlafjall, Þrándarstaðafjall, Sandfell, Meðalfell, Möðruvallaháls, Sandfell, Eyrarfjall.

DalirBreyta

Í hreppnum eru dalirnir Miðdalur, Eilífsdalur, Flekkudalur, Eyjadalur, Laxárdalur, Svínadalur, Fossárdalur og Brynjudalur.

VatnsföllBreyta

Í hreppum renna árnar Kiðafellsá, Laxá í Kjós, Bugða, Skorá, Dælsá, Miðdalsá, Flekkudalsá, Sandá, Svínadalsá, Þverá, Hálsá, Fossá, Brynjudalsá. Laxá er ein besta veiðiá landsins. Í henni er Þórufoss.

VötnBreyta

Í hreppnum eru Meðalfellsvatn, Myrkavatn, Sandvatn, Grindagilstjörn, Sandfellstjörn, Eyjatjörn og Hurðarbakssef.

Í hreppnum eru vogarnir Botnsvogur , Brynjudalsvogur og Laxvogur og víkin Hvammsvík og nesið Hvítanes.

HeimildBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist


   Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.