Múlaþing

Múlaþing
Skjaldarmerki sveitarfélagsins
Staðsetning sveitarfélagsins
Kjördæmi Norðausturkjördæmi

Flatarmál
 – Samtals
1. sæti
10.671 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
11. sæti
5.020 (2021)
0,47/km²
Sveitarstjóri Björn Ingimarsson

Þéttbýliskjarnar Egilsstaðir (íb. 2.552)
Seyðisfjörður (íb. 659)
Fellabær (íb. 400)
Djúpivogur (íb. 396)
Borgarfjörður eystri (íb. 98)
Sveitarfélagsnúmer 7400
Póstnúmer 700, 701, 710, 720, 765
Vefsíða sveitarfélagsins

Múlaþing er sveitarfélag á Austurlandi sem varð til árið 2020 við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar [1]

Það er stærsta sveitarfélag landsins; 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli sem er rúm 10% af flatarmáli Íslands. [2]

Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna 26. október 2019[3] og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra staðfesti sameininguna 14. febrúar 2020[4]. Nafnakönnun vegna nýs nafns á sveitarfélaginu fór fram 27. júní 2020[5] og varð Múlaþing hlutskarpast[6]. Sveitarstjórn samþykkti svo nafnið formlega 14. október 2020[7].

Úrslit sameiningarkosningaBreyta

Sveitarfélag % Nei % Þátttaka
Borgarfjörður 44 65,7 17 25 71,6 %[8]
Djúpivogur 156 63,7 87 35,5 78 %[9]
Fljótsdalshérað 1291 92,9 84 6 53,5 %[10]
Seyðisfjörður 312 86,6 45 12,5 70,7 %[11]

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

 1. Takast á fyrir sveitarstjórnarkosningar á Austurlandi Rúv, skoðað 16. desember 2020.
 2. Nýtt sveitarfélag Múlaþing.is, skoðað 18. des. 2020
 3. Sameining á Austurlandi samþykkt mbl.is, skoðað 28. maí 2021
 4. Sameining fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi staðfest Stjórnarráð Íslands, skoðað 28. maí 2021
 5. Greiða at­kvæði um nafn á sam­einuðu sveitar­fé­lagi á morgun visir.is, skoðað 28. maí 2021
 6. Múlaþing varð ofan á í nafnakönnun nýs sveitarfélags visir.is, skoðað 28. maí 2021
 7. Nafnið Múlaþing samþykkt samhljóða Múlaþing.is, skoðað 28. maí 2021
 8. „Sameining samþykkt á Borgarfirði“ . Sótt 29. júní 2020.
 9. „Sameining samþykkt á Djúpavogi“ . Sótt 29. júní 2020.
 10. „Sameining samþykkt á Fljótsdalshéraði“ . Sótt 29. júní 2020.
 11. „Sameining samþykkt á Seyðisfirði“ . Sótt 29. júní 2020.