Múlaþing

sveitarfélag á Austurlandi, Íslandi

Múlaþing er sveitarfélag á Austurlandi sem varð til árið 2020 við sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.[1]

Múlaþing
Sveitarfélag
Tramonto a Egilsstadir (9468892258).jpg
Lagarfljótið séð frá bakka Fellabæjar í Múlaþingi
Múlaþing.PNG
Merki
Múlaþing Loc.svg
Staðsetning Múlaþings
Hnit: 65°15′50″N 14°24′19″V / 65.26389°N 14.40528°A / 65.26389; 14.40528
KjördæmiNorðausturkjördæmi
Flatarmál
– Samtals
2. sæti
10.671 km²
Mannfjöldi
– Samtals
Þéttleiki
11. sæti
5.208 (2023)
0,49/km²
SveitarstjóriBjörn Ingimarsson
ÞéttbýliskjarnarEgilsstaðir
Seyðisfjörður
Fellabær
Djúpivogur
Borgarfjörður eystri
Sveitarfélagsnúmer7400
Póstnúmer700, 701, 710, 720, 765
mulathing.is

Það er næststærsta sveitarfélag landsins; 10.671 ferkílómetrar að flatarmáli sem er rúm 10% af flatarmáli Íslands.[2]

Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna 26. október 2019[3] og Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra staðfesti sameininguna 14. febrúar 2020.[4] Nafnakönnun vegna nýs nafns á sveitarfélaginu fór fram 27. júní 2020[5] og varð Múlaþing hlutskarpast.[6] Sveitarstjórn samþykkti svo nafnið formlega 14. október 2020.[7]

Úrslit sameiningarkosningaBreyta

Sveitarfélag % Nei % Þátttaka
Borgarfjörður 44 65,7 17 25 71,6 %[8]
Djúpivogur 156 63,7 87 35,5 78 %[9]
Fljótsdalshérað 1291 92,9 84 6 53,5 %[10]
Seyðisfjörður 312 86,6 45 12,5 70,7 %[11]

TilvísanirBreyta

 1. Takast á fyrir sveitarstjórnarkosningar á Austurlandi Rúv, skoðað 16. desember 2020.
 2. Nýtt sveitarfélag Múlaþing.is, skoðað 18. des. 2020
 3. Sameining á Austurlandi samþykkt mbl.is, skoðað 28. maí 2021
 4. Sameining fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi staðfest Stjórnarráð Íslands, skoðað 28. maí 2021
 5. Greiða at­kvæði um nafn á sam­einuðu sveitar­fé­lagi á morgun visir.is, skoðað 28. maí 2021
 6. Múlaþing varð ofan á í nafnakönnun nýs sveitarfélags visir.is, skoðað 28. maí 2021
 7. Nafnið Múlaþing samþykkt samhljóða Múlaþing.is, skoðað 28. maí 2021
 8. „Sameining samþykkt á Borgarfirði“ . Sótt 29. júní 2020.
 9. „Sameining samþykkt á Djúpavogi“ . Sótt 29. júní 2020.
 10. „Sameining samþykkt á Fljótsdalshéraði“ . Sótt 29. júní 2020.
 11. „Sameining samþykkt á Seyðisfirði“ . Sótt 29. júní 2020.

TenglarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist