Skeiðahreppur
Skeiðahreppur var sveitarfélag í Árnessýslu sem sameinaðist Gnúpverjahreppi 9. júní 2002 og mynduðu þau Skeiða- og Gnúpverjahrepp.
Skeiðahreppur er marflatur enda mótaður af bæði Þjórsá og Hvítá sem renna hvor sínum megin við sveitina. Minnsta bil milli ánna er 8 kílómetrar nokkuð sunnarlega í sveitinni. Allra syðst nær Þjórsárhraunið yfir landið. Nyrst setur Vörðufell mikinn svip á landið þar sem það rís um 300 metra yfir landið. Vörðufellið sjálft er 391 m hátt og í dalverpi nokkru er Úlfsvatn; stærsta vatn sveitarinnar. Milli Hvítár og Vörðufells eru Höfðaveitur, en þær eru á náttúruminjaskrá Umhverfisstofnunar. Eru veiturnar nú stærsta votlendi sveitarinnar, eftir að stórt landssvæði var ræst fram á 20. öld.
Sveitin er mikið landbúnaðarsvæði og er þar allmikil mjólkurframleiðsla, sem og hrossarækt. Ekki er hreppurinn mikill sauðfjárræktarhreppur en þó eru Reykjaréttir með elstu varðveittu hlöðnu réttum á Íslandi.
Á Brautarholti var Þjórsárskóli um tíma og áður hét hann Brautarholtsskóli.
Risið hefur upp íbúðahverfi á Brautarholti.
Býli í Skeiðahreppi
breytaNúverandi býli
breyta
|
|
|
|
Eyðibýli
breyta- Mörk
Heimildir
breyta- Oddgeir Guðmundsson, Jón Guðmundsson og Júlíus Jónsson (ritstj.). Sunnlenskar byggðir, 1. bindi; Tungur, Hreppar, Skeið.
- „Aðalskipulag Skeiða- og Gnúpverjahrepps, greinagerð“ (pdf). Sótt 23. febrúar 2006.
- „Bæjartal“. Sótt 4. maí 2006.