Bíldudalshreppur var hreppur við sunnanverðan Arnarfjörð í Vestur-Barðastrandarsýslu, kenndur við þorpið Bíldudal.

Bíldudalshreppur

Hreppurinn var stofnaður 1. júlí 1987 við sameiningu Ketildalahrepps og Suðurfjarðahrepps. Hinn 11. júní 1994 sameinaðist Bíldudalshreppur svo Barðastrandarhreppi, Rauðasandshreppi og Patrekshreppi undir nafninu Vesturbyggð.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.