Bárðdælahreppur
Bárðdælahreppur var hreppur í Suður-Þingeyjarsýslu. Náði hann yfir allan Bárðardal, beggja vegna Skjálfandafljóts. Hreppurinn varð til árið 1907, þegar Ljósavatnshreppi var skipt í tvennt.

Hinn 9. júní 2002 sameinaðist Bárðdælahreppur Ljósavatnshreppi á ný og Hálshreppi og Reykdælahreppi að auki, undir nafninu Þingeyjarsveit.
